Léttur jafn réttur Haraldur F. Gíslason skrifar 28. janúar 2011 06:00 Þegar sonur minn var að hefja grunnskólagöngu hélt skólastjórinn í skólanum hans mikla ræðu eins og venjan er. Ég er ekkert sérstaklega góður að hlusta á ræður, fer oftast að láta hugann reika ef ræðan dregst á langinn. Hins vegar tók ég eftir því að eitt af því sem skólastjórinn var stoltur af var sú staðreynd að skólinn var móðurskóli drengja í Reykjavík. Ég hef lengi haft áhuga á stöðu drengja í grunn- og leikskólum svo mér þótti þetta áhugavert. Þegar skólastjórinn hafði lokið við ræðuna gaf hún færi á spurningum. Ég greip tækifærið og spurði hversu margir karlkennarar störfuðu við skólann. Skólastjórinn var hálfvandræðaleg þegar hún svaraði, "enginn". Það er ekki konum að kenna hve fáir karlmenn kjósa að vera kennarar og þegar ég segi kennarar þá meina ég bæði leik- og grunnskólakennarar. Það er því skrítna samfélagi sem við höfum skapað að kenna. Við búum í samfélagi þar sem ekki er borin virðing fyrir kennarastarfinu. Það sjá allir kennarar svart á hvítu hver einustu mánaðamót. Hvers vegna kjarabarátta kennara hefur skilað svo litlum árangri er mér hulin ráðgáta. Ég velti því líka fyrir mér hvers vegna það eru frekar karlmenn sem láta ekki bjóða sér léleg kjör kennarastarfsins. Nýtt Ísland var slagorð sem sást oft á prenti fyrstu árin eftir hið margfræga hrun. Ég var bjartsýnn á að í nýju Íslandi væru kennarar virðingarverð stétt og samfélagið sýndi það í orði og á borði. Við erum hins vegar ekkert byrjuð á að byggja upp nýtt Ísland. Við erum að mestu leyti ennþá að hjakka í sama farinu. Það er samt aldrei of seint að byrja. Ef við viljum í alvöru að hæfasta fólkið sé að vinna með það sem við köllum á tyllidögum "það dýrmætasta sem við eigum" þurfum við að forgangsraða öðruvísi. Kæra samfélag þessa stórkostlega lands. Drengir og stúlkur eiga rétt á því að hafa kennara af báðum kynjum. Það er ekki jafnrétti ef fjölgun karlkennara verður til þess að laun kennara hækki. Við vitum hins vegar að við erum á réttri leið ef kvennastétt nær það miklum kjarabótum að karlmönnum fjölgar í faginu. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Öðlingurinn Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Þegar sonur minn var að hefja grunnskólagöngu hélt skólastjórinn í skólanum hans mikla ræðu eins og venjan er. Ég er ekkert sérstaklega góður að hlusta á ræður, fer oftast að láta hugann reika ef ræðan dregst á langinn. Hins vegar tók ég eftir því að eitt af því sem skólastjórinn var stoltur af var sú staðreynd að skólinn var móðurskóli drengja í Reykjavík. Ég hef lengi haft áhuga á stöðu drengja í grunn- og leikskólum svo mér þótti þetta áhugavert. Þegar skólastjórinn hafði lokið við ræðuna gaf hún færi á spurningum. Ég greip tækifærið og spurði hversu margir karlkennarar störfuðu við skólann. Skólastjórinn var hálfvandræðaleg þegar hún svaraði, "enginn". Það er ekki konum að kenna hve fáir karlmenn kjósa að vera kennarar og þegar ég segi kennarar þá meina ég bæði leik- og grunnskólakennarar. Það er því skrítna samfélagi sem við höfum skapað að kenna. Við búum í samfélagi þar sem ekki er borin virðing fyrir kennarastarfinu. Það sjá allir kennarar svart á hvítu hver einustu mánaðamót. Hvers vegna kjarabarátta kennara hefur skilað svo litlum árangri er mér hulin ráðgáta. Ég velti því líka fyrir mér hvers vegna það eru frekar karlmenn sem láta ekki bjóða sér léleg kjör kennarastarfsins. Nýtt Ísland var slagorð sem sást oft á prenti fyrstu árin eftir hið margfræga hrun. Ég var bjartsýnn á að í nýju Íslandi væru kennarar virðingarverð stétt og samfélagið sýndi það í orði og á borði. Við erum hins vegar ekkert byrjuð á að byggja upp nýtt Ísland. Við erum að mestu leyti ennþá að hjakka í sama farinu. Það er samt aldrei of seint að byrja. Ef við viljum í alvöru að hæfasta fólkið sé að vinna með það sem við köllum á tyllidögum "það dýrmætasta sem við eigum" þurfum við að forgangsraða öðruvísi. Kæra samfélag þessa stórkostlega lands. Drengir og stúlkur eiga rétt á því að hafa kennara af báðum kynjum. Það er ekki jafnrétti ef fjölgun karlkennara verður til þess að laun kennara hækki. Við vitum hins vegar að við erum á réttri leið ef kvennastétt nær það miklum kjarabótum að karlmönnum fjölgar í faginu. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun