Tiger gerði engin mistök á fyrsta golfhring ársins 2011 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. janúar 2011 11:45 Tiger Woods gerði engin mistök á fyrsta hringnum á Torrey Pines vellinum. AP Tiger Woods lék vel á fyrsta hringnum á Farmers meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær en hann fékk þrjá fugla og gerði engin mistök. Woods lék á 69 höggum eða 3 höggum undir pari en hann er samt sem áður í 22.-34. sæti. Tiger sagði að hann væri á réttri leið en hann hefur æft gríðarlega vel að undanförnu og ætlar sér stóra hluti á árinu 2011. Árið 2010 var ekki árið hans Woods og náði hann ekki að vinna eitt mót sem hefur aldrei gerst frá árinu 1996 þegar hann gerðist atvinnumaður. „Þetta er betra, mun betra, mér fannst ég hafa stjórn á öllu sem ég var að gera og ég sló mörg góð golfhögg," sagði Woods eftir fyrsta hringinn í gær. Sunghoon Kang frá Suður-Kóreu er efstur á 8 höggum undir pari 64 höggum og Alex Prygh og Ryderkylfingurinn ungi Rickie Fowler eru næstir á 7 höggum undir pari. John Daly lét verkin tala en hann þarf að nýta tækifærin sem hann fær á PGA mótaröðinni.AP John Daly, rokkstjarna golfíþróttarinnar, vakti ekki aðeins athygli fyrir skrautlegan klæðnað á mótinu í gær því hann lék betur en Tiger Woods og er Daly í 5. sæti á 67 höggum eða 5 höggum undir pari. Daly er ekki með keppnisrétt á PGA mótaröðinni og þarf hann að stóla á boð frá styrktaraðilum til þess að fá að taka þátt á sterkustu atvinnumótaröð heims. Margir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda og er Phil Mickelson á sama skori og Daly, eða 5 höggum undir pari. Sung-Hoon Kang -8 Alex Prugh -7 Rickie Fowler -7 Chris Kirk -6 Brandt Jobe -5 John Daly -5 Bill Haas -5 Keegan Bradley -5 Fabian Gomez -5 Ryuji Imada -5 Valdir aðrir kylfingar Phil Mickelson -5 Dustin Johnson -3 Hunter Mahan -3 Tiger Woods -3 Ben Crane -2 Nick Watney -2 Robert Allenby -1 Justin Rose par Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods lék vel á fyrsta hringnum á Farmers meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær en hann fékk þrjá fugla og gerði engin mistök. Woods lék á 69 höggum eða 3 höggum undir pari en hann er samt sem áður í 22.-34. sæti. Tiger sagði að hann væri á réttri leið en hann hefur æft gríðarlega vel að undanförnu og ætlar sér stóra hluti á árinu 2011. Árið 2010 var ekki árið hans Woods og náði hann ekki að vinna eitt mót sem hefur aldrei gerst frá árinu 1996 þegar hann gerðist atvinnumaður. „Þetta er betra, mun betra, mér fannst ég hafa stjórn á öllu sem ég var að gera og ég sló mörg góð golfhögg," sagði Woods eftir fyrsta hringinn í gær. Sunghoon Kang frá Suður-Kóreu er efstur á 8 höggum undir pari 64 höggum og Alex Prygh og Ryderkylfingurinn ungi Rickie Fowler eru næstir á 7 höggum undir pari. John Daly lét verkin tala en hann þarf að nýta tækifærin sem hann fær á PGA mótaröðinni.AP John Daly, rokkstjarna golfíþróttarinnar, vakti ekki aðeins athygli fyrir skrautlegan klæðnað á mótinu í gær því hann lék betur en Tiger Woods og er Daly í 5. sæti á 67 höggum eða 5 höggum undir pari. Daly er ekki með keppnisrétt á PGA mótaröðinni og þarf hann að stóla á boð frá styrktaraðilum til þess að fá að taka þátt á sterkustu atvinnumótaröð heims. Margir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda og er Phil Mickelson á sama skori og Daly, eða 5 höggum undir pari. Sung-Hoon Kang -8 Alex Prugh -7 Rickie Fowler -7 Chris Kirk -6 Brandt Jobe -5 John Daly -5 Bill Haas -5 Keegan Bradley -5 Fabian Gomez -5 Ryuji Imada -5 Valdir aðrir kylfingar Phil Mickelson -5 Dustin Johnson -3 Hunter Mahan -3 Tiger Woods -3 Ben Crane -2 Nick Watney -2 Robert Allenby -1 Justin Rose par
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira