Fótbolti

Barcelona og Real Madrid með vænlega stöðu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Lionel Messi skoraði tvívegis fyrir Börsunga á fyrstu 15. mínútum leiksins. David Villa og Pedro bættu einnig við mörkum í fyrri hálfleik og Seydou Keita skoraði fimmta markið á 89. mínútu.
Lionel Messi skoraði tvívegis fyrir Börsunga á fyrstu 15. mínútum leiksins. David Villa og Pedro bættu einnig við mörkum í fyrri hálfleik og Seydou Keita skoraði fimmta markið á 89. mínútu. Nordic Photos/Getty Images

Risarnir í spænska fótboltanum, Barcelona og Real Madrid, eru skrefi nær úrslitaleik spænska konungsbikarsins en fyrri leikirnir í undanúrslitum keppninnar fóru fram í kvöld. Barcelona lék sér að Almeria og 5-0 sigur liðsins var síst of stór. Karim Benzema tryggði Real Madrid sigur með marki á 17. mínútu á útivelli gegn Sevilla. Síðari leikurinn er nánast formsatriði fyrir Barcelona og Real Madrid á heimaleikinn eftir.

Lionel Messi skoraði tvívegis fyrir Börsunga á fyrstu 15. mínútum leiksins. David Villa og Pedro bættu einnig við mörkum í fyrri hálfleik og Seydou Keita skoraði fimmta markið á 89. mínútu.

Það var heitt í kolunum á Sanchez Pizjuan leikvanginum í Sevilla. Gulu spjöldin voru ítrekuð dregin upp úr vasa dómarans. Iker Casillas markvörður Real Madrid fékk að kenna á því og fékk hann högg á höfuðið þegar aðskotahlut var kastað í hann úr áhorfendasvæðinu.

Luis Fabiano virtist ná að jafna metin fyrir Sevilla rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en Raul Albiol náði að sparka boltanum í burtu frá markinu - en sjónvarpsupptökur sýndu að boltinn var greinilega kominn yfir marklínuna.

Það eru miklar líkur á því að Real Madrid og Barcelona mætist í úrslitaleiknum. Real Madrid hefur ekki sigrað í bikarkeppninni frá árinu 1993 og Jose Mourinho ætlar sér eflaust að breyta þeirri staðreynd.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×