Sport

Svona mun fara um Mayweather í fangelsinu

Fataskáparnir á heimili Mayweather eru stærri en fangaklefinn sem hann þarf að dúsa í.
Fataskáparnir á heimili Mayweather eru stærri en fangaklefinn sem hann þarf að dúsa í.
Hnefaleikakappinn og milljónamæringurinn Floyd Mayweather Jr. mun þurfa að dúsa í fangelsi á næstunni og aðstæðurnar sem hann þarf að búa við líkjast lítið því ríkidæmi sem hann býr við.

Mayeather hefur verið dæmdur í 90 daga fangelsi en gæti sloppið út eftir um 60 daga ef hann hagar sér vel.

Klefinn á myndinni sem birt er með fréttinni er mjög líkur klefanum sem Mayweather þarf að dúsa í. Sagt er að rúmið í klefanum sé svo óþægilegt að betra sé að taka dýnuna úr og sofa á gormunum. Maturinn ku síðan ekkert vera til að hrópa húrra fyrir.

Þrátt fyrir fangelsisdóminn stefnir Mayweather á að keppa næst þann 5. janúar og helst við Manny Paquiao. Ekki er ólíklegt að kappinn vilji seinka þeirra dagsetningu eftir rúma tvo mánuði í þessum klefa.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×