Sport

Mayweather dæmdur í 90 daga fangelsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Floyd Mayweather Jr.
Floyd Mayweather Jr. Mynd/Nordic Photos/Getty
Boxarinn Floyd Mayweather Jr. var í nótt dæmdur í 90 daga fangelsi fyrir heimilisofbeldi en hann hafði játað brot sín. Það verður því einhver bið á því að Mayweather og Manny Pacquiao mætist í hringnum en hnefaleikaáhugamenn hafa beðið spenntir eftir þeim bardaga.

Mayweather réði tvo af bestu og dýrustu lögfræðingunum en það kom þó ekki í veg fyrir að hann þarf að fara í fangelsi frá og með 6. janúar, þarf að borga 2500 dollara sekt, sinna 100 klukkutíma samfélagsþjónustu og sækja námskeið um heimilisofbeldi í heilt ár.

Dómarinn rökstuddi dóm sinn með því að Floyd Mayweather Jr.hafi lent í vandræðum með lögin áður en hafi alltaf sloppið við refsingu.

Floyd Mayweather Jr. réðst á barnsmóður sína Josie Harris á heimili þeirra fyrir framan 9 og 10 ára börn þeirra. Hann sló hana, snéri upp á höndina hennar og hótaði henni lífláti.

Tíu ára sonur þeirra hljóp út úr húsinu eftir hjálp en hann þurfti að komast yfir girðingu í bakgarðinum til þess að láta nágranna þeirra vita. Mayweather hafði tekið alla farsíma af heimilisfólkinu og því gátu þau ekki hringt eftir hjálp.





Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×