Fótbolti

Forseti Barcelona vill fá undirritun frá Guardiola í jólagjöf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sandro Rosell, forseti Barcelona, hefur gefið það út hvað hann vilji fá í jólagjöf í ár. Rosell óskar sér það nefnilega að geta gengið frá nýjum samingi við Pep Guardiola, þjálfara liðsins.

Samningur Pep Guardiola rennur út í vor en þjálfarinn snjalli hefur aldrei viljað skrifað undir lengri en árssamning við Barcelona þrátt fyrir augljósan vilja forráðamanna félagsins til að bjóða honum mun lengri samning.

„Hann veit vel að hann getur gert það sem hann langar til. Þetta snýst algjörlega um hans ákvörðun. Við munum hinsvegar gera allt sem í okkar valdi stendur til að hann geti ekki sagt nei," sagði Sandro Rosell.

Pep Guardiola er aðeins fertugur og á sínu fjórða tímabili með Barcelona en Barcelona-liðið hefur þegar unnið þrettán titla undir hans stjórn þar á meðal spænska meistaratitilinn öll árin og Meistaradeildina tvisvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×