Donald kylfingur ársins á Bretlandseyjum | Clarke og McIllroy jafnir Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. desember 2011 06:00 Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum. AP Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum en það eru samtök golfíþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Norður-Írinn Darren Clarke varð annar í kjörinu og landi hans Rory McIlroy deildi því sæti með Clarke. Donald er efstur á heimslistanum en Clarke og McIlroy náðu báðir að vinna stórmót á árinu 2011, Clarke á opna breska meistaramótinu og McIllroy á opna bandaríska meistaramótinu. Það skiptir mig verulegu máli að þeir sem fjalla um golfíþróttina hafi þessa skoðun á mér sem kylfing. Ég er ánægður með þessa viðurkenningu," sagði Donald sem náði þeim árangri að vera efstur á peningalista á tveimur sterkustu atvinnumótaröðum heims. PGA í Bandaríkjunum og Evrópumótaröðinni. Athygli vekur að hann lék aðeins á 13 mótum á Evrópumótaröðinni. Clarke sigraði á opna breska meistaramótinu en þetta var í 20. sinn sem hann tók þátt á því stórmóti. McIlroy sigraði á opna bandaríska meistaramótnu og varð þar með yngsti sigurvegarinn á því móti frá árinu 1923. Donald mun fá viðurkenninguna afhenta í júlí á næsta ári þegar opna breska meistaramótið fer fram á Royal Lytham vellinum. Golfíþróttafréttamenn hafa staðið að þessu kjöri frá árinu 1951. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum en það eru samtök golfíþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Norður-Írinn Darren Clarke varð annar í kjörinu og landi hans Rory McIlroy deildi því sæti með Clarke. Donald er efstur á heimslistanum en Clarke og McIlroy náðu báðir að vinna stórmót á árinu 2011, Clarke á opna breska meistaramótinu og McIllroy á opna bandaríska meistaramótinu. Það skiptir mig verulegu máli að þeir sem fjalla um golfíþróttina hafi þessa skoðun á mér sem kylfing. Ég er ánægður með þessa viðurkenningu," sagði Donald sem náði þeim árangri að vera efstur á peningalista á tveimur sterkustu atvinnumótaröðum heims. PGA í Bandaríkjunum og Evrópumótaröðinni. Athygli vekur að hann lék aðeins á 13 mótum á Evrópumótaröðinni. Clarke sigraði á opna breska meistaramótinu en þetta var í 20. sinn sem hann tók þátt á því stórmóti. McIlroy sigraði á opna bandaríska meistaramótnu og varð þar með yngsti sigurvegarinn á því móti frá árinu 1923. Donald mun fá viðurkenninguna afhenta í júlí á næsta ári þegar opna breska meistaramótið fer fram á Royal Lytham vellinum. Golfíþróttafréttamenn hafa staðið að þessu kjöri frá árinu 1951.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira