Tiger missti forystuna en heldur í vonina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2011 11:00 Tiger Woods. Mynd/AP Tiger Woods á enn möguleika á því að vinna sitt fyrsta mót í tvö ár þrátt fyrir að hafa misst niður þriggja högga forystu á þriðja degi á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. Zach Johnson endaði hringinn á ótrúlegu höggi á 18. holunni þegar annað högg hans fór ofan í holu og gaf honum örn. Johnson var þremur höggum á eftir Tiger fyrir daginn en er nú með eins högg forskot á Woods fyrir lokadaginn. Þetta var annað mótið í röð sem Tiger missir forystu á þriðja hring en hann lék þó mun betur á þessum þriðja hring en fyrir þremur vikum á opna ástralska mótinu. Zach Johnson lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari en Tiger lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Tiger fékk þrjá skolla á par fimm holum en vindurinn eyðilagði mörg lofandi högg hjá honum. „Ég fékk kannski þrjá skolla á par fimm holum en ég lenti bara tvisvar í því að þrípútta og spilaði vel. Ég átti mörg góð högg sem breyttust í slæm högg út af vindhviðum. Svona er þetta stundum en ég á enn möguleika á því að vinna," sagði Tiger Woods. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods á enn möguleika á því að vinna sitt fyrsta mót í tvö ár þrátt fyrir að hafa misst niður þriggja högga forystu á þriðja degi á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. Zach Johnson endaði hringinn á ótrúlegu höggi á 18. holunni þegar annað högg hans fór ofan í holu og gaf honum örn. Johnson var þremur höggum á eftir Tiger fyrir daginn en er nú með eins högg forskot á Woods fyrir lokadaginn. Þetta var annað mótið í röð sem Tiger missir forystu á þriðja hring en hann lék þó mun betur á þessum þriðja hring en fyrir þremur vikum á opna ástralska mótinu. Zach Johnson lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari en Tiger lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Tiger fékk þrjá skolla á par fimm holum en vindurinn eyðilagði mörg lofandi högg hjá honum. „Ég fékk kannski þrjá skolla á par fimm holum en ég lenti bara tvisvar í því að þrípútta og spilaði vel. Ég átti mörg góð högg sem breyttust í slæm högg út af vindhviðum. Svona er þetta stundum en ég á enn möguleika á því að vinna," sagði Tiger Woods.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira