Fótbolti

Nadal vill að Xavi vinni Gullboltann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafael Nadal.
Rafael Nadal. Nordic Photos / Getty Images
Spænska tennisstjarnan Rafael Nadal vonast til þess að landi hans, knattspyrnumaðurinn Xavi hjá Barcelona, verði valinn knattspyrnumaður ársins af FIFA í ár.

Xavi er tilnefndur ásamt þeim Lionel Messi, félaga hans hjá Barcelona, og Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid. Xavi hefur lent í þriðja sæti í kjörinu síðustu tvö árin.

„Ég vona að Xavi vinni Gullboltann," sagði Nadal sem hefur undanfarin ár verið einn allra besti tennisspilari heims. „Ég er Spánverji og verð því að segja Xavi. Hann hefur átt ótrúlegan feril og á það skilið, jafnvel þótt hinir tveir séu ótrúlegir knattspyrnumenn."

Nadal mun fylgjast vel með El Clasico á laugardagskvöldið en þá eigast við Barcelona og Real Madrid. „Það er pottþétt að ég muni horfa á leikinn. Ég veit ekki hvernig leikurinn verður en þetta eru tvö betsu lið heims og ekki hægt að biðja um það betra."

„Madrid hefur átt frábært tímabil en Barca hefur verið óheppið með meiðsli leikmanna. En þeir eru flestir komnir til baka og hafa verið að spila glimrandi vel. Ég held að þetta verði afar áhugaverður leikur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×