Lífið

Systur láta gott af sér leiða

elly@365.is skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar íslenska fatamerkið Shadow Creatures kynnti nýja fatalínu í versluninni Kiosk, Laugavegi 65, síðustu helgi.

Systurnar, Sólveig og Edda Guðmundsdætur, eigendur Shadow Creatures, buðu upp á jólaglögg, notalega jólastemningu og happdrætti. Þá fögnuðu þær samstarfi við Kríurnar, sem eru þróunarsamtök í þágu kvenna í Afríku, en hluti af ágóða af sölu á hverri flík Shadow Creatures rennur til samtakanna.

Markmið Kríanna er að styðja við konur í Afríku með ýmsum úrræðum þar með talið með fjarhagslegum stuðningi. Félagið beitir sér einkum fyrir að styrkja verkefni sem lúta að bættri menntun og heilsu kvenna en sinnir einnig upplýsingavinnu um aðstæður kvenna í Afríku.

Nýja lína Shadow Creatures inniheldur flíkur úr silki og lífrænni bómull og má þar nefna kjóla, buxur, pils og toppa. Nýja línan dregur innblástur sinn m.a. í mynstur frá Perú, animalisma og silkikennda áferð skugga. Litir línunnar eru musky-bleikur, sand-litur, hvítur og svartur.

Kriurnar.is

Shadow-creatures.com

Hér má sjá sjónvarpsviðtal við Sólveigu og Eddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.