Körfubolti

Þórsarar aftur á sigurbraut í Iceland Express deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Jónsson.
Guðmundur Jónsson. Mynd/Hag
Þórsarar enduðu tveggja leikja taphrinu sína í Iceland Express deild karla í körfubolta með öruggum fjórtán stiga sigri á Fjölni, 82-68, í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Nýliðar Þórs hafa þar með unnið 4 af fyrstu 7 leikjum sínum í deildinni.

Guðmundur Jónsson og Darrin Govens skoruðu báðir 16 stig fyrir Þór, Michael Ringgold var með 14 stig og 13 fráköst og Darri Hilmarsson skoraði 14 stig og gaf 5 stoðsendingar. Calvin O'Neal skoraði 23 stig fyrir Fjölni og Nathan Walkup var með 11 stig og 13 fráköst.

Þórsarar tóku frumkvæðið í upphafi leiks og voru skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Þór var með sex stiga forskot, 25-19, eftir fyrsta leikhlutann.

Guðmundur Jónsson skoraði síðan fjögur fyrstu stig annars leikhlutans og Þórsliðið var í framhaldinu komið með tíu stiga forskot, 29-19. Fjölnismenn lögðu aðeins stöðuna fram að hálfleiknum en Þór var 40-34 yfir í hálfleik.

Þórsarar gerðu síðan nánast út um leikinn á fyrstu sex mínútum seinni hálfleiksins sem þeir unnu 18-3 og komust 21 stigi yfir, 58-37. Þórsliðið var síðan 65-46 yfir fyrir lokaleikhlutann þar sem þeir lönduðu öruggum sigri.



Þór Þorlákshöfn-Fjölnir 82-68 (40-34)

Þór Þorlákshöfn: Guðmundur  Jónsson 16/5 fráköst, Darrin Govens 16/5 fráköst, Michael Ringgold 14/13 fráköst, Darri Hilmarsson 14/5 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 8, Grétar Ingi Erlendsson 7, Marko Latinovic 4/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 3.

Fjölnir: Calvin O'Neal 23/7 fráköst, Nathan Walkup 11/13 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 10, Jón Sverrisson 10/10 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8/6 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×