Fótbolti

Mark Eyjólfs kemur til greina sem mark helgarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjólfur Héðinsson
Eyjólfur Héðinsson
Eyjólfur Héðinsson skoraði eitt marka Sönderjyske í 3-1 sigri á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og það mark er eitt af fimm mörkum sem koma til greina sem fallegasta mark helgarinnar.

Það er hægt að fara inn á vef danska ríkissjónvarpsins (sjá hér) þar sem bæði er hægt að skoða fimm flottustu mörkin í 17. umferðinni sem og að kjósa hver á það fallegasta.

Mark Eyjólfs var einkar laglegt en hann átti þá frábært hlaup af miðjunni, stakk sér inn í teiginn og skallaði boltann laglega yfir markvörð Lyngby.

Þetta var fjórða deildarmark Eyjólfs í 14 leikjum á tímabilinu en jafnframt það fyrsta síðan 11. september. Sigurinn kom Sönderjyske upp í níunda sæti deildarinnar.



Fimm fallegustu mörk 17. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar:

1. Henrik Hansen, Sönderjyske (Sönderjyske - Lyngby 3-1)

2. Simon Christoffersen, HB Köge (FCK - HB Køge 2-1)

3. Henrik Kildentoft, FCN (Silkeborg - FC Nordsjælland 1-2)

4. Eyjólfur Héðinsson, Sönderjyske (Sönderjyske - Lyngby 3-1)

5. Martin Jörgensen, AGF (AaB-AGF - 0-2)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×