Sport

Fékk lúxusferð fyrir að gefa eftir notandanafn á Twitter

Hér er maðurinn sem greiddi mikið fyrir að vera @kirkmorrison á Twitter.
Hér er maðurinn sem greiddi mikið fyrir að vera @kirkmorrison á Twitter.
Kanadíski námsmaðurinn Kirk Morrison datt í lukkupottinn þegar NFL-leikmaðurinn Kirk Morrison vildi breyta nafninu á Twitter-aðganginum sínum.

NFL-leikmaðurinn var með notendanafnið @kirkmorrison55 er hann spilaði með Jacksonville Jaguars. Þá spilaði hann nefnilega í treyju númer 55.

Hann flutti sig síðan til Buffalo Bills en þar ber hann númerið 58. Hann vildi því ekki lengur nota gamla Twitter-nafnið og vildi helst nota einfaldlega @kirkmorrison.

Það notandanafn var aftur á móti í notkun hjá tvítugum nafna hans í Kanada. NFL-leikmaðurinn setti sig því í samband við námsmanninn og gerði honum tilboð sem hann gat ekki hafnað.

Fyrir notandanafnið fékk námsmaðurinn ferð á leik í Buffalo, VIP-aðstöðu á vellinum og lúxushótel. Að sjálfsögðu þáði námsmaðurinn boðið.

Því miður fyrir þá báða skíttapaði Buffalo leiknum gegn Jets, 27-11.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×