Ragna vann Iceland International í fimmta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2011 11:55 Ragna Ingólfsdóttir. Mynd/Stefán Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér áðan sigur í einliðaleik kvenna á Iceland International mótinu í badminton sem stendur yfir í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog. Sigur Rögnu á þessu móti gefur henni mikilvæg stig í baráttunni við að komast inn á Ólympíuleikana í London á næsta ári. Ragna vann Akvile Stapusaityte frá Litháen í úrslitaleiknum sem fór alla leið í oddalotu. Ragna vann 21-18, 17-21 og 21-17. Ragna er númer 65 á heimslistanum en Stapusaityte er númer 105. Ragna hefur þrisvar áður keppt við þá litháensku og unnið hana í öll skiptin. Þetta er í fimmta skipti sem Ragna vinnur mótið en hún vann árin 2010, 2009, 2007 og 2006. Mótið var ekki haldið árið 2008. Mótið er hluti af mótaröð Badminton Europe og sigur á mótinu gefur Rögnu 2500 stig á heimslistanum. Heimslistastaðan í byrjun maí 2012 segir til um hverjir hljóta þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London næsta sumar. Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir unnu tvíliðaleik kvenna á Iceland International mótinu. Keppinautar þeirra gáfu leikinn þegar staða fyrri lotunnar var 11-4. Nú eru að hefjast síðustu úrslitaleikir mótsins, einliðaleikur karla þar sem Tony Stephenson frá Írlandi mætir Mathias Borg frá Svíþjóð og tvíliðaleikur karla þar sem Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson mæta Thomas Dew-Hattens og Matihas Kany frá Danmörku. Innlendar Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér áðan sigur í einliðaleik kvenna á Iceland International mótinu í badminton sem stendur yfir í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog. Sigur Rögnu á þessu móti gefur henni mikilvæg stig í baráttunni við að komast inn á Ólympíuleikana í London á næsta ári. Ragna vann Akvile Stapusaityte frá Litháen í úrslitaleiknum sem fór alla leið í oddalotu. Ragna vann 21-18, 17-21 og 21-17. Ragna er númer 65 á heimslistanum en Stapusaityte er númer 105. Ragna hefur þrisvar áður keppt við þá litháensku og unnið hana í öll skiptin. Þetta er í fimmta skipti sem Ragna vinnur mótið en hún vann árin 2010, 2009, 2007 og 2006. Mótið var ekki haldið árið 2008. Mótið er hluti af mótaröð Badminton Europe og sigur á mótinu gefur Rögnu 2500 stig á heimslistanum. Heimslistastaðan í byrjun maí 2012 segir til um hverjir hljóta þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London næsta sumar. Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir unnu tvíliðaleik kvenna á Iceland International mótinu. Keppinautar þeirra gáfu leikinn þegar staða fyrri lotunnar var 11-4. Nú eru að hefjast síðustu úrslitaleikir mótsins, einliðaleikur karla þar sem Tony Stephenson frá Írlandi mætir Mathias Borg frá Svíþjóð og tvíliðaleikur karla þar sem Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson mæta Thomas Dew-Hattens og Matihas Kany frá Danmörku.
Innlendar Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira