Tiger tapaði stórt í fyrsta leiknum í Forsetabikarnum 17. nóvember 2011 09:58 Steve Williams og Tiger Woods takast hér í hendur eftir leikinn í nótt. Getty Images / Nordic Photos Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í nótt í Ástralíu. Þar eigast við Bandaríkin og alþjóðalegt úrvalslið kylfinga utan Evrópu. Woods og Steve Stricker töpuðu 7/6 í fjórmenning gegn Ástralanum Adam Scott og KJ Choi frá Suður-Kóreu. Bandaríska úrvalsliðið er með 4 vinninga gegn 2 að loknum fyrsta keppnisdegi. Keppnisfyrirkomulagið er með sama hætti og Ryderkeppnin á milli Bandaríkjana og Evrópu. Allra augu beindust að Tiger Woods þar sem hann var í ráshóp með fyrrum aðstoðarmanni sínum, Steve Williams. Þeir hafa ekki verið perluvinir frá því að slitnaði upp úr samstarfi þeirra og í aðdraganda keppninnar gerði Williams grín að Woods í ræðu sem hann hélt á samkomu kylfusveina. Það mál var síðan leyst með „sáttafundi" þeirra Woods og Williams. Þeir tókust í hendur fyrir leikinn í nótt og ekkert benti til þess að þeir væru ósáttir að vera í nærveru hvors annars. Woods og Stricker náðu sér ekki á strik en þeir fengu ekki fugl og unnu enga holu gegn þeim Adams og Choi. Leikurinn kláraðist á 12 holu og hefur það ekki gerst í Forsetabikarnum frá árinu 1996.Bubba Watson / Webb Simpson sigruðu Ernie Els (Suður-Afríka) / Ryo Ishikawa (Japan) 4/2 Bill Haas / Nick Watney gerðu jafntefli gegn Geoff Ogilvy (Ástralíu) Charl Schwartzel (Suður-Afríku) Dustin Johnson / Matt Kuchar gerðu jafntefli gegn Aaron Baddeley (Ástralíu) / Jason Day (Ástralíu).Phil Mickelson / Jim Furyk sigruðu Retief Goosen (Suður-Afríku) / Robert Allenby (Ástralíu) 4/3Hunter Mahan / David Toms sigruðu Kyung-tae Kim (S-Kóreu) / Y.E. Yang (S-Kóreu) 6/5 Tiger Woods / Steve Stricker töpuðu gegn Adam Scott (Ástralíu) / KJChoi (Suður-Kóreu) 7/6. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í nótt í Ástralíu. Þar eigast við Bandaríkin og alþjóðalegt úrvalslið kylfinga utan Evrópu. Woods og Steve Stricker töpuðu 7/6 í fjórmenning gegn Ástralanum Adam Scott og KJ Choi frá Suður-Kóreu. Bandaríska úrvalsliðið er með 4 vinninga gegn 2 að loknum fyrsta keppnisdegi. Keppnisfyrirkomulagið er með sama hætti og Ryderkeppnin á milli Bandaríkjana og Evrópu. Allra augu beindust að Tiger Woods þar sem hann var í ráshóp með fyrrum aðstoðarmanni sínum, Steve Williams. Þeir hafa ekki verið perluvinir frá því að slitnaði upp úr samstarfi þeirra og í aðdraganda keppninnar gerði Williams grín að Woods í ræðu sem hann hélt á samkomu kylfusveina. Það mál var síðan leyst með „sáttafundi" þeirra Woods og Williams. Þeir tókust í hendur fyrir leikinn í nótt og ekkert benti til þess að þeir væru ósáttir að vera í nærveru hvors annars. Woods og Stricker náðu sér ekki á strik en þeir fengu ekki fugl og unnu enga holu gegn þeim Adams og Choi. Leikurinn kláraðist á 12 holu og hefur það ekki gerst í Forsetabikarnum frá árinu 1996.Bubba Watson / Webb Simpson sigruðu Ernie Els (Suður-Afríka) / Ryo Ishikawa (Japan) 4/2 Bill Haas / Nick Watney gerðu jafntefli gegn Geoff Ogilvy (Ástralíu) Charl Schwartzel (Suður-Afríku) Dustin Johnson / Matt Kuchar gerðu jafntefli gegn Aaron Baddeley (Ástralíu) / Jason Day (Ástralíu).Phil Mickelson / Jim Furyk sigruðu Retief Goosen (Suður-Afríku) / Robert Allenby (Ástralíu) 4/3Hunter Mahan / David Toms sigruðu Kyung-tae Kim (S-Kóreu) / Y.E. Yang (S-Kóreu) 6/5 Tiger Woods / Steve Stricker töpuðu gegn Adam Scott (Ástralíu) / KJChoi (Suður-Kóreu) 7/6.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira