Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 79-59 Kolbeinn Tumi Daðason í DHL-höllinni skrifar skrifar 6. nóvember 2011 17:23 Margrét Kara fór á kostum í dag. KR vann öruggan sigur á Val í Iceland Express deild kvenna í Vesturbænum í dag. Eftir nokkuð jafnan fyrsta fjórðung sigu heimakonur fram úr og unnu að lokum sannfærandi sigur, 79-59. KR byrjaði leikinn betur og í stöðunni 15-5 fyrir heimakonur tók Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, leikhlé. Liðið skipti yfir í pressuvörn sem bar árangur og var staðan 20-16 að loknum fjórðungnum. Miklu munaði um að Margrét Kara Sturludóttir spilaði aðeins fyrstu fimm mínútur fjórðungsins þar sem hún var fljót að næla sér í þrjár villur. Hvort það var innkoma Köru í annan leikhluta sem réð mestu eða eitthvað annað þá sigldu heimakonur fram úr. Gestunum gekk skelfilega í sóknarleiknum, hittu aðeins úr tveimur af tuttugu og tveimur skotum sínum. KR leiddi í leikhléi 38-20. Þrátt fyrir að síðari hálfleikur hafi verið jafnari en sá fyrri var sigur Vesturbæinga aldrei í hættu. Þær leiddu 57-40 eftir þriðja fjórðung og unnu að lokum sigur tuttugu-stiga sigur, 79-59. Margrét Kara Sturludóttir var langbesti maður vallarins. Mikill munur var á spilamennsku heimakvenna þegar hennar naut við. Nýi Kaninn í liði KR, Erica Prosser, stýrði liðinu nokkuð vel en erfitt er að dæma um getu hennar af þessum fyrsta leik. Hjá gestunum var María Ben Erlingsdóttir best. Öflug undir körfunni í vörn sem sókn. Miklu munaði um að Kristrún Sigurjónsdóttir, stigahæsti leikmaður Vals í vetur, spilaði aðeins 16 mínútur og var framlag hennar minna en Valskonur eru vanar. KR-konur eru ósigraðar í deildinni að loknum fimm umferðum. Valskonur hafa nú tapað þremur af fimm leikjum sínum og virðist ætla að verða nokkur bið á því að liðið finni taktinn. Ari Gunnarsson: Ekki endilega gott að byrja of vel„Ég er ánægður með samheldnina. Mér fannst liðið standa saman varnarlega og sóknin er að koma hjá okkur. Ég er mjög ánægður með hvernig nýi útlendingurinn kom inn í þetta hjá okkur. Hún er ekki komin inn í allt hjá okkur en það sem hún er komin inn í er ég ánægður með," sagði Ari Gunnarsson, þjálfari KR. Rayana Colson var látin fara á dögunum og Erica Prosser, sem kom í hennar stað, spilaði sinn fyrsta leik í dag. Ari segir meiðsli Colson hafa ráðið því að sú ákvörðun var tekin að skipta um útlending. „Stig og tölfræði hefur ekkert með þetta að gera. Hún var meidd á hné og það var aðalatriðið. Hún varð alltaf verri og verri af meiðslunum. Það var annaðhvort að reyna að hanga á henni eða fá nýja sem við ákváðum." Margrét Kara Sturludóttir fékk sína þriðju villu eftir aðeins fimm mínútna leik. Um leið og hún settist á bekkinn áttu Valskonur sinn besta kafla í leiknum og komu sér inn í leikinn. Ari segist þó ekki hafa verið áhyggjufullur. „Ég er með ellefu leikmenn en Kara er auðvitað póstur í þessu liði. Það er alltaf vont að missa út pósta í villuvandræði og við ætluðum okkur það ekkert. En hún er skynsamur leikmaður og spilaði leikinn mjög vel," sagði Ari. Ari segir gengi KR-liðsins á áætlun. Hann varar þó við því að leikmenn geti orðið kærulausir í kjölfar góðrar byrjunar. „Það er ekki endilega gott að byrja of vel. Þá erum við liðið sem allir vilja vinna og lið geta orðið kærulaus þegar svo er, í leikjum gegn lægra skrifuðum liðum" sagði Ari. Ágúst Björgvinsson: Þetta er algjörlega nýtt lið„Við byrjum annan leikhluta ekki alveg nógu vel. Það virtist fara eitthvað á sálina á okkur því við brenndum af hverju dauðafærinu á fætur öðru. Skorum fjögur stig og sá leikhluti var alveg skelfilegur. Ef við tökum þann leikhluta út var leikurinn nokkuð jafn," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, í leikslok. Valskonur skoruðu aðeins fjögur stig í öðrum leikhluta og hittnin í samræmi við það. Þær áttu aldrei möguleika í síðari hálfleik þrátt fyrir að hálfleikurinn hafi verið nokkuð jafn. Kristrún Sigurjónsdóttir spilaði aðeins sextán mínútur í leiknum og skoraði fimm stig. „Hún lenti í villuvandræðum og er búin að glíma við meiðsli í langan tíma. Hún er að vinna sig út úr því," sagði Ágúst. KR-ingar tefldu fram nýjum útlending í leiknum. Melissa Leichlitner skoraði ellefu stig fyrir gestina og ljóst að Valskonur þurfa meira framlag frá henni. „Melissa átti ekki góðan leik, það er alveg rétt. Hún getur spilað miklu betur en þetta og hefur sýnt betri leiki en í dag. Hún verður að gera það," sagði Ágúst Valskonur hafa tapað þremur af fimm fyrstu leikjum sínum í deildinni. Ágúst segir dálítið margt vanta upp á til þess að hjólin fari að snúast. „Þetta er algjörlega nýtt lið og svo margt sem við þurfum að fara í gegnum. Við erum ekki að spila eins vel og við eigum að geta gert. Við verðum að vera duglegar að æfa, halda höfðinu uppi og þá komum við sterkar inn þegar fer að líða á mótið." Tölfræði: KR - Valur 79-59KR Margrét Kara Sturludóttir 24/13 fráköst/5 stolnir boltar, Sigrún Ámundadóttir 15/10 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 14, Erica Prosser 13, Bryndís Guðmundsdóttir 11/10 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 2.Valur María Ben Erlingsdóttir 13/11 fráköst, Melissa Leichlitner 11 stig, Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 7, Signý Hermannsdóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Þórunn Bjarnadóttir 4, Berglind Ingvarsdóttir 3, Hallveig Jónsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Val í Iceland Express deild kvenna í Vesturbænum í dag. Eftir nokkuð jafnan fyrsta fjórðung sigu heimakonur fram úr og unnu að lokum sannfærandi sigur, 79-59. KR byrjaði leikinn betur og í stöðunni 15-5 fyrir heimakonur tók Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, leikhlé. Liðið skipti yfir í pressuvörn sem bar árangur og var staðan 20-16 að loknum fjórðungnum. Miklu munaði um að Margrét Kara Sturludóttir spilaði aðeins fyrstu fimm mínútur fjórðungsins þar sem hún var fljót að næla sér í þrjár villur. Hvort það var innkoma Köru í annan leikhluta sem réð mestu eða eitthvað annað þá sigldu heimakonur fram úr. Gestunum gekk skelfilega í sóknarleiknum, hittu aðeins úr tveimur af tuttugu og tveimur skotum sínum. KR leiddi í leikhléi 38-20. Þrátt fyrir að síðari hálfleikur hafi verið jafnari en sá fyrri var sigur Vesturbæinga aldrei í hættu. Þær leiddu 57-40 eftir þriðja fjórðung og unnu að lokum sigur tuttugu-stiga sigur, 79-59. Margrét Kara Sturludóttir var langbesti maður vallarins. Mikill munur var á spilamennsku heimakvenna þegar hennar naut við. Nýi Kaninn í liði KR, Erica Prosser, stýrði liðinu nokkuð vel en erfitt er að dæma um getu hennar af þessum fyrsta leik. Hjá gestunum var María Ben Erlingsdóttir best. Öflug undir körfunni í vörn sem sókn. Miklu munaði um að Kristrún Sigurjónsdóttir, stigahæsti leikmaður Vals í vetur, spilaði aðeins 16 mínútur og var framlag hennar minna en Valskonur eru vanar. KR-konur eru ósigraðar í deildinni að loknum fimm umferðum. Valskonur hafa nú tapað þremur af fimm leikjum sínum og virðist ætla að verða nokkur bið á því að liðið finni taktinn. Ari Gunnarsson: Ekki endilega gott að byrja of vel„Ég er ánægður með samheldnina. Mér fannst liðið standa saman varnarlega og sóknin er að koma hjá okkur. Ég er mjög ánægður með hvernig nýi útlendingurinn kom inn í þetta hjá okkur. Hún er ekki komin inn í allt hjá okkur en það sem hún er komin inn í er ég ánægður með," sagði Ari Gunnarsson, þjálfari KR. Rayana Colson var látin fara á dögunum og Erica Prosser, sem kom í hennar stað, spilaði sinn fyrsta leik í dag. Ari segir meiðsli Colson hafa ráðið því að sú ákvörðun var tekin að skipta um útlending. „Stig og tölfræði hefur ekkert með þetta að gera. Hún var meidd á hné og það var aðalatriðið. Hún varð alltaf verri og verri af meiðslunum. Það var annaðhvort að reyna að hanga á henni eða fá nýja sem við ákváðum." Margrét Kara Sturludóttir fékk sína þriðju villu eftir aðeins fimm mínútna leik. Um leið og hún settist á bekkinn áttu Valskonur sinn besta kafla í leiknum og komu sér inn í leikinn. Ari segist þó ekki hafa verið áhyggjufullur. „Ég er með ellefu leikmenn en Kara er auðvitað póstur í þessu liði. Það er alltaf vont að missa út pósta í villuvandræði og við ætluðum okkur það ekkert. En hún er skynsamur leikmaður og spilaði leikinn mjög vel," sagði Ari. Ari segir gengi KR-liðsins á áætlun. Hann varar þó við því að leikmenn geti orðið kærulausir í kjölfar góðrar byrjunar. „Það er ekki endilega gott að byrja of vel. Þá erum við liðið sem allir vilja vinna og lið geta orðið kærulaus þegar svo er, í leikjum gegn lægra skrifuðum liðum" sagði Ari. Ágúst Björgvinsson: Þetta er algjörlega nýtt lið„Við byrjum annan leikhluta ekki alveg nógu vel. Það virtist fara eitthvað á sálina á okkur því við brenndum af hverju dauðafærinu á fætur öðru. Skorum fjögur stig og sá leikhluti var alveg skelfilegur. Ef við tökum þann leikhluta út var leikurinn nokkuð jafn," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, í leikslok. Valskonur skoruðu aðeins fjögur stig í öðrum leikhluta og hittnin í samræmi við það. Þær áttu aldrei möguleika í síðari hálfleik þrátt fyrir að hálfleikurinn hafi verið nokkuð jafn. Kristrún Sigurjónsdóttir spilaði aðeins sextán mínútur í leiknum og skoraði fimm stig. „Hún lenti í villuvandræðum og er búin að glíma við meiðsli í langan tíma. Hún er að vinna sig út úr því," sagði Ágúst. KR-ingar tefldu fram nýjum útlending í leiknum. Melissa Leichlitner skoraði ellefu stig fyrir gestina og ljóst að Valskonur þurfa meira framlag frá henni. „Melissa átti ekki góðan leik, það er alveg rétt. Hún getur spilað miklu betur en þetta og hefur sýnt betri leiki en í dag. Hún verður að gera það," sagði Ágúst Valskonur hafa tapað þremur af fimm fyrstu leikjum sínum í deildinni. Ágúst segir dálítið margt vanta upp á til þess að hjólin fari að snúast. „Þetta er algjörlega nýtt lið og svo margt sem við þurfum að fara í gegnum. Við erum ekki að spila eins vel og við eigum að geta gert. Við verðum að vera duglegar að æfa, halda höfðinu uppi og þá komum við sterkar inn þegar fer að líða á mótið." Tölfræði: KR - Valur 79-59KR Margrét Kara Sturludóttir 24/13 fráköst/5 stolnir boltar, Sigrún Ámundadóttir 15/10 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 14, Erica Prosser 13, Bryndís Guðmundsdóttir 11/10 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 2.Valur María Ben Erlingsdóttir 13/11 fráköst, Melissa Leichlitner 11 stig, Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 7, Signý Hermannsdóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Þórunn Bjarnadóttir 4, Berglind Ingvarsdóttir 3, Hallveig Jónsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum