Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þ 95-94 eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 30. október 2011 20:53 KR vann Þór frá Þorlákshöfn 95-94 í DHL-höllinni í kvöld, en leikurinn var í A-riðli Lengjubikarkeppni KKÍ. Framlengja þurfti leikinn og var hann æsispennandi frá byrjun. KR-ingar eru því komnir í efsta sæti riðilsins með 4 stig, en aðeins fer eitt lið áfram í undanúrslit. Þórsarar eru sem fyrr með tvö stig. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með í fyrsta leikhlutanum. Þórsarar voru samt ákveðnari og sýndu á köflum frábæra takta í sóknarleik sínum. Smá saman náði gestirnir fínu forskoti og þegar fyrsta fjórðungnum var lokið var staðan 28-20 fyrir Þór Þorlákshöfn. Gestirnir héldu áfram uppteknum hættu í byrjun annars leikhluta og komust í 42-33. Guðmundur Jónsson, leikmaður Þór, var að spila vel í fyrri hálfleiknum sem og Michael Ringgold, en þeir báru upp sóknarleik gestanna. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, leyfði mörgum að spreyta sig í leiknum í kvöld og ungir drengir fengu tækifærið. KR-ingar komu sterkir inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 42-39 í hálfleik. KR byrjaði síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega yfir 50-46. Leikurinn var oft á tíðum nokkuð grófur og oftar en ekki var brotið harkalega á mönnum. Staðan var 63-59 fyrir KR eftir þriðja leikhlutann og enn galopinn leikur. Gestirnir voru ekki lengi að komast yfir eftir fína byrjun í fjórða leikhlutanum. Munurinn var aldrei mikill á liðunum það sem eftir lifði leiks og nánast jafnt á öllum tölum. Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 79-79. Þegar 12 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 82-79 fyrir KR og Þór með boltann. Gestirnir gátu því með einni þriggja stiga körfu jafnað metin. Boltinn barst til Grétars Inga Erlingssonar sem gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn. Framlengja þurfti því leikinn. Í framlengingunni var einnig gríðarlega jöfn og þegar 1 og hálf mínúta var eftir af henni var jafnt 90-90. Þegar 8 sekúndur voru eftir fengu gestirnir tvö víti og höfðu eins stigs forystu. Marko Latinovic fór á línuna og misnotaði bæði skotin. Edward Lee Horton náði frákastinu, brunaði fram og setti boltann í körfuna. Magnaður sigur KR-inga.Hrafn: Vorum að flækja sóknarleikinn allt of mikið „Það er margt sem ég nokkuð ósáttur við eftir þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er hörkulið sem stóð svo sannarlega í okkur. Við vorum í raun bara heppnir að vinna leikinn. Það voru ákveðnir hlutir sem ég var samt sem áður ánægður með og má sérstaklega nefna framlagið frá Martin Hermannssyni. Liðið var að flækja hlutina allt of mikið sóknarlega í kvöld og við verðum að finna lausnir við því“. Sjá má viðtalið við Hrafn hér að ofan.Benedikt: Spurning um eitt frákast til eða frá„Það er sennilega eins sárt að tapa svona eins og það var ljúft fyrir KR-ingana,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Þetta var bara spurning um eitt frákast til eða frá. Þetta bara féll ekki með okkur í kvöld. Leikurinn var virkilega jafn allan tímann, stál í stál allan tímann. Næst eigum við leik gegn Stjörnunni og við verðum bara að horfa á það verkefni núna“. Sjá má myndband af viðtalinu við Benedikt með því að ýta hér.KR-Þór Þorlákshöfn 95-94 (20-28, 19-14, 24-17, 19-23, 13-12)KR: David Tairu 23/7 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 20/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 15/7 fráköst, Martin Hermannsson 12/8 fráköst, Finnur Atli Magnusson 7/7 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/6 fráköst, Kristófer Acox 4, Jón Orri Kristjánsson 4/4 fráköst, Páll Fannar Helgason 1.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 29/10 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Ringgold 20/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 13, Marko Latinovic 13/8 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Darri Hilmarsson 4/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 1. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
KR vann Þór frá Þorlákshöfn 95-94 í DHL-höllinni í kvöld, en leikurinn var í A-riðli Lengjubikarkeppni KKÍ. Framlengja þurfti leikinn og var hann æsispennandi frá byrjun. KR-ingar eru því komnir í efsta sæti riðilsins með 4 stig, en aðeins fer eitt lið áfram í undanúrslit. Þórsarar eru sem fyrr með tvö stig. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með í fyrsta leikhlutanum. Þórsarar voru samt ákveðnari og sýndu á köflum frábæra takta í sóknarleik sínum. Smá saman náði gestirnir fínu forskoti og þegar fyrsta fjórðungnum var lokið var staðan 28-20 fyrir Þór Þorlákshöfn. Gestirnir héldu áfram uppteknum hættu í byrjun annars leikhluta og komust í 42-33. Guðmundur Jónsson, leikmaður Þór, var að spila vel í fyrri hálfleiknum sem og Michael Ringgold, en þeir báru upp sóknarleik gestanna. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, leyfði mörgum að spreyta sig í leiknum í kvöld og ungir drengir fengu tækifærið. KR-ingar komu sterkir inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 42-39 í hálfleik. KR byrjaði síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega yfir 50-46. Leikurinn var oft á tíðum nokkuð grófur og oftar en ekki var brotið harkalega á mönnum. Staðan var 63-59 fyrir KR eftir þriðja leikhlutann og enn galopinn leikur. Gestirnir voru ekki lengi að komast yfir eftir fína byrjun í fjórða leikhlutanum. Munurinn var aldrei mikill á liðunum það sem eftir lifði leiks og nánast jafnt á öllum tölum. Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 79-79. Þegar 12 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 82-79 fyrir KR og Þór með boltann. Gestirnir gátu því með einni þriggja stiga körfu jafnað metin. Boltinn barst til Grétars Inga Erlingssonar sem gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn. Framlengja þurfti því leikinn. Í framlengingunni var einnig gríðarlega jöfn og þegar 1 og hálf mínúta var eftir af henni var jafnt 90-90. Þegar 8 sekúndur voru eftir fengu gestirnir tvö víti og höfðu eins stigs forystu. Marko Latinovic fór á línuna og misnotaði bæði skotin. Edward Lee Horton náði frákastinu, brunaði fram og setti boltann í körfuna. Magnaður sigur KR-inga.Hrafn: Vorum að flækja sóknarleikinn allt of mikið „Það er margt sem ég nokkuð ósáttur við eftir þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er hörkulið sem stóð svo sannarlega í okkur. Við vorum í raun bara heppnir að vinna leikinn. Það voru ákveðnir hlutir sem ég var samt sem áður ánægður með og má sérstaklega nefna framlagið frá Martin Hermannssyni. Liðið var að flækja hlutina allt of mikið sóknarlega í kvöld og við verðum að finna lausnir við því“. Sjá má viðtalið við Hrafn hér að ofan.Benedikt: Spurning um eitt frákast til eða frá„Það er sennilega eins sárt að tapa svona eins og það var ljúft fyrir KR-ingana,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Þetta var bara spurning um eitt frákast til eða frá. Þetta bara féll ekki með okkur í kvöld. Leikurinn var virkilega jafn allan tímann, stál í stál allan tímann. Næst eigum við leik gegn Stjörnunni og við verðum bara að horfa á það verkefni núna“. Sjá má myndband af viðtalinu við Benedikt með því að ýta hér.KR-Þór Þorlákshöfn 95-94 (20-28, 19-14, 24-17, 19-23, 13-12)KR: David Tairu 23/7 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 20/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 15/7 fráköst, Martin Hermannsson 12/8 fráköst, Finnur Atli Magnusson 7/7 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/6 fráköst, Kristófer Acox 4, Jón Orri Kristjánsson 4/4 fráköst, Páll Fannar Helgason 1.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 29/10 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Ringgold 20/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 13, Marko Latinovic 13/8 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Darri Hilmarsson 4/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 1.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum