Keppir á PGA mótaröðinni þrátt fyrir tvær hjartaígræðslur Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 30. október 2011 23:08 Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. AP Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Hinn 31 árs gamli Compton hefur tvívegis fengið nýtt hjarta grætt í sig og þrátt fyrir þá erfiðleika hefur hann tryggt sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð heims. Compton endaði í hópi 25 efstu á peningalistan Nationwide mótaraðarinnar sem er nokkurs konar B-deild fyrir PGA mótaröðina. Og sá árangur tryggði honum keppnisrétt á meðal þeirra bestu. Compton endaði í 13. sæti á peningalistanum en hann fór langt með að tryggja sér eitt af 25 efstu sætunum með því að sigra á móti í Mexíkó í júní. Alls fékk hann um 27 milljónir kr. í verðlaunafé á Nationwide mótaröðinni. Compton hefur verið vinsæll boðsgestur á PGA mótum á undanförnum misserum og alls hefur hann leikið á 30 PGA mótum. Hann hefur aldrei fyrr verið með keppnisrétt á mótaröðinni. „Þetta er kraftaverk, það sem ég hef afrekað er ekkert annað en kraftaverk," sagði Compton sem á ættir að rekja til Noregs og er hann með tvöfalt ríkisfang. Bandarískt og norskt. Þegar hann var 12 ára gamall var nýtt hjarta grætt í hann og árið 2008 þurfti hann að fara í aðra slíka aðgerð. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Hinn 31 árs gamli Compton hefur tvívegis fengið nýtt hjarta grætt í sig og þrátt fyrir þá erfiðleika hefur hann tryggt sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð heims. Compton endaði í hópi 25 efstu á peningalistan Nationwide mótaraðarinnar sem er nokkurs konar B-deild fyrir PGA mótaröðina. Og sá árangur tryggði honum keppnisrétt á meðal þeirra bestu. Compton endaði í 13. sæti á peningalistanum en hann fór langt með að tryggja sér eitt af 25 efstu sætunum með því að sigra á móti í Mexíkó í júní. Alls fékk hann um 27 milljónir kr. í verðlaunafé á Nationwide mótaröðinni. Compton hefur verið vinsæll boðsgestur á PGA mótum á undanförnum misserum og alls hefur hann leikið á 30 PGA mótum. Hann hefur aldrei fyrr verið með keppnisrétt á mótaröðinni. „Þetta er kraftaverk, það sem ég hef afrekað er ekkert annað en kraftaverk," sagði Compton sem á ættir að rekja til Noregs og er hann með tvöfalt ríkisfang. Bandarískt og norskt. Þegar hann var 12 ára gamall var nýtt hjarta grætt í hann og árið 2008 þurfti hann að fara í aðra slíka aðgerð.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira