Íslenski boltinn

Fyrirliði Fylkis farin í Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laufey Björnsdóttir, til vinstri, í leik á móti Val.
Laufey Björnsdóttir, til vinstri, í leik á móti Val. Mynd/Hag
Laufey Björnsdóttir, fyrirliði Fylkis, hefur gert tveggja ára samning við bikarmeistara Vals en þetta kemur fram á fótbolti.net í kvöld. Laufey segist hafa valið Val yfir Breiðablik.

Laufey er 22 ára miðjumaður og hefur verið í Fylki undanfarin fjögur tímabil eftir að hafa komið þangað frá Breiðabliki. Hún er upphaflega að norðan og hóf feril sinn með Þór/KA/KS. Laufey var með 5 mörk í 16 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar auk þess að leggja upp mörg mörk fyrir félaga sína í liðinu.

„Ég tel að þetta sé skref sem gerir mig betri, það er meiri metnaður og samkeppni. Ég held að ég þurfi að gera það til að verða betri leikmaður," sagði Laufey við Fótbolta.net en það má sjá allt viðtalið við hana með því að smella hér.

Koma Laufeyjar á Hlíðarenda er mikill styrkur fyrir Valsliðið sem missti Íslandsbikarinn til Stjörnunnar í sumar eftir að hafa unnið hann fimm ár í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×