Geir H. Haarde kampakátur með niðurstöðu Hæstaréttar 28. október 2011 20:47 Geir H. Haarde á landsfundi Sjálfstæðismanna. „Ég er það auðvitað, þótt ég hafi alltaf talið mig vita að þessi löggjöf væri bæði rétt, nauðsynleg og lögleg," svarar Geir H. Haarde, þegar hann var spurður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvort hann væri ekki kampakátur með að neyðarlögin hefðu haldið í Hæstarétti í dag. Geir var forsætisráðherra þegar lögin voru samþykkt, en sama dag og þau voru lögð fyrir þingið hélt hann eftiminnilega ræðu í sjónvarpinu sem hefur oft verið nefnd. „Guð blessi Ísland ræðan". „Það er svo athyglisvert að Steingrímur [J. Sigfússon] hrósi sigri yfir þessu en Vinstri grænir voru eini flokkurinn sem vildu ekki styðja neyðarlagafrumvarpið," sagði Geir en Vinstri grænir gerðu meðal annars athugasemdir við FME í lögunum. Geir segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið erfið. Hann hafi þó talið lögin hefðu tryggt þjóðarhagsmuni og stöðu innistæðueigenda hér á landi. „Og við lentum ekki í sama vanda og aðrir þjóðir í Evrópu sem tóku rangar ákvarðanir á svipuðum tíma og ákvörðunin um neyðarlögin var tekin," sagði Geir. Geir segir niðurstöðuna í Hæstarétti í dag ekki hafa bein áhrif á vörn hans fyrir Landsdómi, en aðalmeðferð fer fram í málinu í mars á næsta ári. „En þetta hangir auðvitað saman," segir Geir. Að sögn Geirs er skömm þeirra sem samþykktu á Alþingi að vísa máli hans til Landsdóms, mikil. Hann segir suma líkja stöðu hans við stofufangelsi, þá ekki síst í ljósi þess að kollegar Geirs í ríkisstjórninni sem var við völd þegar allt hrundi, eru komin í toppstörf úti í heimi. Þannig er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komin í starf yfirmanns UN Woman í Afganistan og Árni Matthiesen er aðstoðarframkvæmdastjóri matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), í Róm. Geir segist þó líða ágætlega á hliðarlínunni þar sem hann undirbýr nú vörn sína. Hægt er að lesa viðtalið við Geir hér. Landsdómur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
„Ég er það auðvitað, þótt ég hafi alltaf talið mig vita að þessi löggjöf væri bæði rétt, nauðsynleg og lögleg," svarar Geir H. Haarde, þegar hann var spurður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvort hann væri ekki kampakátur með að neyðarlögin hefðu haldið í Hæstarétti í dag. Geir var forsætisráðherra þegar lögin voru samþykkt, en sama dag og þau voru lögð fyrir þingið hélt hann eftiminnilega ræðu í sjónvarpinu sem hefur oft verið nefnd. „Guð blessi Ísland ræðan". „Það er svo athyglisvert að Steingrímur [J. Sigfússon] hrósi sigri yfir þessu en Vinstri grænir voru eini flokkurinn sem vildu ekki styðja neyðarlagafrumvarpið," sagði Geir en Vinstri grænir gerðu meðal annars athugasemdir við FME í lögunum. Geir segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið erfið. Hann hafi þó talið lögin hefðu tryggt þjóðarhagsmuni og stöðu innistæðueigenda hér á landi. „Og við lentum ekki í sama vanda og aðrir þjóðir í Evrópu sem tóku rangar ákvarðanir á svipuðum tíma og ákvörðunin um neyðarlögin var tekin," sagði Geir. Geir segir niðurstöðuna í Hæstarétti í dag ekki hafa bein áhrif á vörn hans fyrir Landsdómi, en aðalmeðferð fer fram í málinu í mars á næsta ári. „En þetta hangir auðvitað saman," segir Geir. Að sögn Geirs er skömm þeirra sem samþykktu á Alþingi að vísa máli hans til Landsdóms, mikil. Hann segir suma líkja stöðu hans við stofufangelsi, þá ekki síst í ljósi þess að kollegar Geirs í ríkisstjórninni sem var við völd þegar allt hrundi, eru komin í toppstörf úti í heimi. Þannig er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komin í starf yfirmanns UN Woman í Afganistan og Árni Matthiesen er aðstoðarframkvæmdastjóri matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), í Róm. Geir segist þó líða ágætlega á hliðarlínunni þar sem hann undirbýr nú vörn sína. Hægt er að lesa viðtalið við Geir hér.
Landsdómur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira