Blekkingin Magnús Halldórsson skrifar 29. október 2011 12:00 Það var táknrænt að halda ráðstefnuna um stöðu Íslands eftir hrunið fyrir þremur árum í Hörpunni sl. fimmtudag. Seðlabanki Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og stjórnvöld stóðu að ráðstefnunni, sem var að mínu mati, einkar vel heppnuð. Mörg sjónarmið komu þar fram og sjaldgæf yfirsýn frá erlendum fræðimönnum fékk mikið vægi. Glöggt er gestsaugað segir máltakið en hér á landi er einnig mikil þekking á stöðu mála. Sérstaklega voru erindi Gylfa Magnússonar, prófessors við Háskóla Íslands, og Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra góð. Harpan var þjóðnýtt eftir hrun en tíu milljarða kostnaður við byggingu hennar var afskrifaður á sama tíma, skilinn eftir í höndum kröfuhafa þeirra sem treyst var fyrir byggingu hússins í upphafi. Þetta var svona eins og smækkuð mynd af neyðarlagaaðgerðinni; innlend eign í húsinu þjóðnýtt en hitt fékk að eiga sig. Nú er svo verið að reyna að nýta húsið eftir bestu getu. Það virðist ganga vel, sem er gott.Hvernig hefur gengið?Það sem rætt var um innandyra var hvernig Íslandi hafi gengið eftir neyðarlögin, hrunið. Reyndar var ekki talað mikið um neyðarlögin sem slík – eða þá staðreynd að þau eru einstök - heldur hrunið sem slíkt, fall bankanna og aðgerðir í kjölfar þess. Tveir heimsfrægir hagfræðingar voru meðal þeirra sem hjálpuðu til við að gera ráðstefnuna áhugaverða, djúpa og fyrir vikið eftirminnilega. Það voru Simon Johnson, prófessor við MIT í Boston og fyrrverandi aðalhagfræðingur AGS, og Paul Krugman, prófessor í hagfræði og nóbelsverðlaunahafi frá árinu 2008. Það hefur töluvert verið fjallað um þessi atriði sem fram komu, ekki síst á nýjum viðskiptavef Vísis.is. Sitt sýndist hverjum, um krónu og evru, höft og ekki höft, og þess háttar. Nánast öll álitamálin í tengslum við efnahagsmálin voru rædd fram og til baka.Magnað erindi Eitt erindi á ráðstefnunni situr eftir í mínum huga. Það fjallaði ekkert um Ísland. Allt sem kom fram um Ísland hefur verið rætt margsinnis hér á landi og í sjálfu sér litlu við það að bæta. Erindið frá Simon Johnson var ekki bara frábærlega flutt, blaðalaust, heldur fangaði öll helstu einkenni fjármála- og efnahagskreppunnar í heiminum. Þar helst það sem almenningur finnur fyrir á eigin skinni, nefnilega þjóðnýtinu tapsins og einkavæðingu gróðans. Bakgrunnur Johnsons er ekki hagsögulegur eða úr þjóðhagfræðinni. Hann er micro-hagfræðingur í grunninn, þykir afburða talnaglöggur og mikill nákvæmismaður, samkvæmt umsögnum. Hann starfaði sem aðalhagfræðingur AGS fram í ágúst 2008 við litlar vinsældir helstu fjármálastofnanna. Þetta hefur m.a. verið skrásett ágætlega í bókinni Too Big to Fail eftir Andrew Ross Sorkin, blaðamann New York Times, og í myndinni Inside Job. Johnson gagnrýndi bankanna látlaust bakvið tjöldin fyrir glórulausa áhættutöku með ríkisábyrgðina í vasanum. Á þessum grunni nálgaðist hann vandamál heimsins í erindi sínu, þræddi sig í gegnum vandann í Evrópu og Bandaríkjunum og varpaði fram sjónarmiðum um hvað væri hægt að gera. Í stuttu máli er vandinn þessi: Stórar alþjóðlegar fjármálastofnanir, sem starfa þvert á landamæri, eru of stórar til að falla og þurfa hjálp frá skattgreiðendum ef þær lenda í vandræðum. Að formi til eru þær í einkaeigu og sækja sér fé á hlutabréfamarkaði á þeim forsendum. En það er einmitt blekkingin, sem Johnson talaði um. Allt kerfið byggir á blekkingunni, hinni fölsku ríkisábyrgð, sem veltir byrðunum af tapinu yfir á skattgreiðendur á meðan bankamennirnir labba í burtu með fulla vissa fjár. Setjast að í Kanada, Lúxemborg, Sviss, Spáni, Bretlandi, Bandaríkjunum, Rússlandi og víðar. Og lifa jafnvel í vellystingum.Vælt utan í almenningi Þetta kerfislæga vandamál hefur leitt til þess að ríkissjóðir hafa hækkað skuldir sínar um tugi prósenta eftir hamfarirnar haustið 2008. En meinið er þarna enn, ríkisábyrgðin á tapi einkarekinna áhættufjárfestingasjóða, sem stundum eru ranglega nefndir kapítalískir. Reyndin er sú að ekkert í efnahagslífi heimsins er jafn sósíalískt í eðli sínu eins og bankarnir á Wall Street. Sameiginlegir sjóðir eru tilverugrundvöllur þeirra, í senn skjól í stormi og lúxushíbýli þegar allt gengur vel. Bankamenn hafa komið óorði á markaðsbúskapinn, rústað orðspori hans. Ísland er gott dæmi um það. Ávöxtunarmarkaður með fjármagn – ekki síst hlutabréfamarkaður - er í rúst vegna hegðunar bankanna fyrir hrun. Þeir fjármögnuðu eigin hlutafé langt út fyrir lögleg mörk, í þessu fyrrnefnda skjóli. Enn þann dag í dag, eru fyrrum kjölfestuhluthafar í þessum bönkum að væla yfir því að bönkum hafi ekki verið bjargað. Tvö dæmi: 1. Björgólfur Thor Björgólfsson hefur ítrekað á það minnst að ríkið hafi átt að leggja bankanum Straumi til 200 milljónir evra, hálfu ári eftir að AGS kom Íslandi til bjargar með lánveitingum þar sem ríkissjóður var galtómur. Straumur var fjárfestingabanki. Almannahagsmunir vegna viðskiptareikninga fjölskyldna voru ekki í húfi. Ótrúlegt er að einhverjum skuli yfir höfuð detta það í hug, að ríkið hafi átt að bjarga Straumi með lausafjárþjónustu á þessum tíma, þegar hann var á barmi gjaldþrots, nokkrum mánuðum eftir að allt hrundi. 2. Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stór hluthafi í Glitni, sagði í ágætu viðtali við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, blaðamann DV, á dögunum að það hefði átt að bjarga bönkunum og það hefði verið mögulegt að samræma aðgerðir og hagsmuni milli íslensku bankanna þriggja. Með því hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón. Jón Ásgeir talaði á sínum tíma um „bankarán" þegar ríkið vildi fá að eignast meirihlutaeign í Glitni í tengslum við lán til bankans á víðsjárverðum tíma. Er það ósanngjörn krafa? Eftir á að hyggja; nei. Ef menn hefðu vitað að bankarnir hefðu fjármagnað eigin hlutafé fyrir meira en 800 milljarða króna, eins og sýnt hefur verið fram á með frumgögnum, jafnvirði um 60% af landsframleiðslu, þá hefði aldrei átt að virða bankamennina viðlits í samtölum heldur taka upp rauða símann og hringja í lögguna. Þessi viðhorf þeirra félaga eru bæði algjörlega út í hött, að mínum dómi, en kristalla þá and-kapítalísku hegðun – þvert á það sem margir halda - sem fjármálakerfi heimsins byggja tilveru sína á. Það er vælt utan í skattgreiðendum ef bankar lenda í vandræðum. Vælið er oft hátt og skerandi. Það blasir við, að þetta gengur ekki með fyrirtæki sem eru að formi til einkarekin og á ábyrgð fjárfesta sem tilheyra einkageiranum. Það er þversögn og gengur gegn grundvallaratriði markaðsbúskapsins; að bera ábyrgð á eign sinni.Guðs mildi Það er mikil guðs mildi að ríkið hafi ekki reynt að bjarga bönkunum hér á landi, eins og AGS vildi. Árni Páll minntist m.a. á þá sýn AGS í ræðu sinni. Það stöðumat Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, að beita sér ekki fyrir stækkun gjaldeyrisvaraforðans – þrátt fyrir grátkór bankamanna – var rétt. Líklega jafn rétt og stöðumat Geirs á því hvaða ógn stafaði af stærð bankanna - og skuldbindingum þeirra í erlendum myntum - fyrir almenning og efnahagslífið í heild, var rangt. Johnson sagði vandann á evrusvæðinu mikinn. Björgunarsjóðurinn sem leiðtogar ESB-ríkja ákváðu nýlega að stækka myndi ekki gera neitt annað en auka við opinberar skuldir, hækka skatta í framtíðinni. „Alþjóðlegi bankaheimurinn er ekki vinur ykkar," sagði hann og horfði út í sal. „Hversu margir hér inni trúa því að Goldman Sachs verði látinn falla ef hann lendir í vandræðum?" Svo fylgdi þögn. Hann svaraði því til, að augljóslega tryði því enginn að Goldman Sachs yrði látinn falla. Á meðan halda bankamenn áfram að greiða sér himinháa bónusa, í fölsku skjóli skattgreiðenda.Einbeitir sér að málinu Johnson hefur sagt opinberlega, að hann hafi ákveðið að tala alltaf þegar hann kemur fram um þetta vandamál sem heimurinn glímir við, þegar hann getur. Hina stórkostlegu brotalöm í alþjóðlega fjármálakerfinu. Mér finnst þetta virðingarverð hugsjón hjá manninum, vegna þess að hann hefur rétt fyrir sér og hefur eytt starfsævi sinni í að undirbyggja hana með rannsóknum. Erindi Johnson opnaði augun betur en öll önnur erindi sem ég hef séð, fyrir því hvað fjármálastofnanir eru að mörgu leyti með glórulausan tilverugrundvöll. Þetta á líka við um Ísland, þó vitanlega í miklu smærri mynd. Hér er t.d. í gildi yfirlýsing um allsherjarinnstæðutryggingu ríkisins ef í harðbakkann slær hjá hinum endurreistu bönkum. Tölur í bókhaldi ríkisins benda til þess að ríkið geti ekki staðið undir þessari ábyrgð. Það blasir raunar við að þetta er fölsk yfirlýsing, enda hefur hún ekki verið lögfest. Það er besta vísbendingin um að hún stenst ekki. En yfirlýsingin er ekki marklaus fyrir því, hún hefur áhrif, og skapar að líkindum skuldbindingu fyrir skattgreiðendur ef á reynir. Hún er ekki orðin tóm. Hún veitir auk þess falskt skjól fyrir bankanna, dregur úr hreyfingu á fjármagni sem síðan dregur úr fjárfestingu. Þetta eru svo til óumdeild sjónarmið, leyfi ég mér að segja. Það er óskiljanlegt að yfirlýsingin hafi ekki verið felld úr gildi, sérstaklega í ljósi þess að fjárfestar geta ekki farið neitt með peningana. Gjaldeyrishöftin halda þeim inn í bönkunum. Tollverðir passa síðan upp á að fólk fari ekki með féð í töskum úr landi. Við hvað eru stjórnvöld hrædd?Lítið hefur breyst Bankarnir þrír eru sameiginlega tvisvar sinnum stærri en landsframleiðsla - þrátt fyrir fimmfalda minnkun frá því sem áður var - innstæðutryggingasjóðurinn á litla sem enga peninga í hlutfalli við skuldbindingar og þegar öllu er á botninn hvolft, þá lenda vandamál bankanna alltaf í fangi skattgreiðenda. Alveg óháð því hver á þá formlega. Lítið sem ekkert hefur breyst, hvað varðar helstu áhættuþætti fyrir almenning. Aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi hefur ekki einu sinni átt sér stað með lögum, þremur árum eftir hrun. Það verður að teljast með nokkrum ólíkindum. Johnson sagði ekki hægt að útiloka að kreppan mikla – svipuð þeirri sem hófst 1931 - væri beint fyrir framan okkur. Núna, líkt og þá, sæi hana hins vegar engin vegna blekkingarinnar sem fjármálakerfin byggja á. Hún kæmi bara allt í einu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það var táknrænt að halda ráðstefnuna um stöðu Íslands eftir hrunið fyrir þremur árum í Hörpunni sl. fimmtudag. Seðlabanki Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og stjórnvöld stóðu að ráðstefnunni, sem var að mínu mati, einkar vel heppnuð. Mörg sjónarmið komu þar fram og sjaldgæf yfirsýn frá erlendum fræðimönnum fékk mikið vægi. Glöggt er gestsaugað segir máltakið en hér á landi er einnig mikil þekking á stöðu mála. Sérstaklega voru erindi Gylfa Magnússonar, prófessors við Háskóla Íslands, og Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra góð. Harpan var þjóðnýtt eftir hrun en tíu milljarða kostnaður við byggingu hennar var afskrifaður á sama tíma, skilinn eftir í höndum kröfuhafa þeirra sem treyst var fyrir byggingu hússins í upphafi. Þetta var svona eins og smækkuð mynd af neyðarlagaaðgerðinni; innlend eign í húsinu þjóðnýtt en hitt fékk að eiga sig. Nú er svo verið að reyna að nýta húsið eftir bestu getu. Það virðist ganga vel, sem er gott.Hvernig hefur gengið?Það sem rætt var um innandyra var hvernig Íslandi hafi gengið eftir neyðarlögin, hrunið. Reyndar var ekki talað mikið um neyðarlögin sem slík – eða þá staðreynd að þau eru einstök - heldur hrunið sem slíkt, fall bankanna og aðgerðir í kjölfar þess. Tveir heimsfrægir hagfræðingar voru meðal þeirra sem hjálpuðu til við að gera ráðstefnuna áhugaverða, djúpa og fyrir vikið eftirminnilega. Það voru Simon Johnson, prófessor við MIT í Boston og fyrrverandi aðalhagfræðingur AGS, og Paul Krugman, prófessor í hagfræði og nóbelsverðlaunahafi frá árinu 2008. Það hefur töluvert verið fjallað um þessi atriði sem fram komu, ekki síst á nýjum viðskiptavef Vísis.is. Sitt sýndist hverjum, um krónu og evru, höft og ekki höft, og þess háttar. Nánast öll álitamálin í tengslum við efnahagsmálin voru rædd fram og til baka.Magnað erindi Eitt erindi á ráðstefnunni situr eftir í mínum huga. Það fjallaði ekkert um Ísland. Allt sem kom fram um Ísland hefur verið rætt margsinnis hér á landi og í sjálfu sér litlu við það að bæta. Erindið frá Simon Johnson var ekki bara frábærlega flutt, blaðalaust, heldur fangaði öll helstu einkenni fjármála- og efnahagskreppunnar í heiminum. Þar helst það sem almenningur finnur fyrir á eigin skinni, nefnilega þjóðnýtinu tapsins og einkavæðingu gróðans. Bakgrunnur Johnsons er ekki hagsögulegur eða úr þjóðhagfræðinni. Hann er micro-hagfræðingur í grunninn, þykir afburða talnaglöggur og mikill nákvæmismaður, samkvæmt umsögnum. Hann starfaði sem aðalhagfræðingur AGS fram í ágúst 2008 við litlar vinsældir helstu fjármálastofnanna. Þetta hefur m.a. verið skrásett ágætlega í bókinni Too Big to Fail eftir Andrew Ross Sorkin, blaðamann New York Times, og í myndinni Inside Job. Johnson gagnrýndi bankanna látlaust bakvið tjöldin fyrir glórulausa áhættutöku með ríkisábyrgðina í vasanum. Á þessum grunni nálgaðist hann vandamál heimsins í erindi sínu, þræddi sig í gegnum vandann í Evrópu og Bandaríkjunum og varpaði fram sjónarmiðum um hvað væri hægt að gera. Í stuttu máli er vandinn þessi: Stórar alþjóðlegar fjármálastofnanir, sem starfa þvert á landamæri, eru of stórar til að falla og þurfa hjálp frá skattgreiðendum ef þær lenda í vandræðum. Að formi til eru þær í einkaeigu og sækja sér fé á hlutabréfamarkaði á þeim forsendum. En það er einmitt blekkingin, sem Johnson talaði um. Allt kerfið byggir á blekkingunni, hinni fölsku ríkisábyrgð, sem veltir byrðunum af tapinu yfir á skattgreiðendur á meðan bankamennirnir labba í burtu með fulla vissa fjár. Setjast að í Kanada, Lúxemborg, Sviss, Spáni, Bretlandi, Bandaríkjunum, Rússlandi og víðar. Og lifa jafnvel í vellystingum.Vælt utan í almenningi Þetta kerfislæga vandamál hefur leitt til þess að ríkissjóðir hafa hækkað skuldir sínar um tugi prósenta eftir hamfarirnar haustið 2008. En meinið er þarna enn, ríkisábyrgðin á tapi einkarekinna áhættufjárfestingasjóða, sem stundum eru ranglega nefndir kapítalískir. Reyndin er sú að ekkert í efnahagslífi heimsins er jafn sósíalískt í eðli sínu eins og bankarnir á Wall Street. Sameiginlegir sjóðir eru tilverugrundvöllur þeirra, í senn skjól í stormi og lúxushíbýli þegar allt gengur vel. Bankamenn hafa komið óorði á markaðsbúskapinn, rústað orðspori hans. Ísland er gott dæmi um það. Ávöxtunarmarkaður með fjármagn – ekki síst hlutabréfamarkaður - er í rúst vegna hegðunar bankanna fyrir hrun. Þeir fjármögnuðu eigin hlutafé langt út fyrir lögleg mörk, í þessu fyrrnefnda skjóli. Enn þann dag í dag, eru fyrrum kjölfestuhluthafar í þessum bönkum að væla yfir því að bönkum hafi ekki verið bjargað. Tvö dæmi: 1. Björgólfur Thor Björgólfsson hefur ítrekað á það minnst að ríkið hafi átt að leggja bankanum Straumi til 200 milljónir evra, hálfu ári eftir að AGS kom Íslandi til bjargar með lánveitingum þar sem ríkissjóður var galtómur. Straumur var fjárfestingabanki. Almannahagsmunir vegna viðskiptareikninga fjölskyldna voru ekki í húfi. Ótrúlegt er að einhverjum skuli yfir höfuð detta það í hug, að ríkið hafi átt að bjarga Straumi með lausafjárþjónustu á þessum tíma, þegar hann var á barmi gjaldþrots, nokkrum mánuðum eftir að allt hrundi. 2. Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stór hluthafi í Glitni, sagði í ágætu viðtali við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, blaðamann DV, á dögunum að það hefði átt að bjarga bönkunum og það hefði verið mögulegt að samræma aðgerðir og hagsmuni milli íslensku bankanna þriggja. Með því hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón. Jón Ásgeir talaði á sínum tíma um „bankarán" þegar ríkið vildi fá að eignast meirihlutaeign í Glitni í tengslum við lán til bankans á víðsjárverðum tíma. Er það ósanngjörn krafa? Eftir á að hyggja; nei. Ef menn hefðu vitað að bankarnir hefðu fjármagnað eigin hlutafé fyrir meira en 800 milljarða króna, eins og sýnt hefur verið fram á með frumgögnum, jafnvirði um 60% af landsframleiðslu, þá hefði aldrei átt að virða bankamennina viðlits í samtölum heldur taka upp rauða símann og hringja í lögguna. Þessi viðhorf þeirra félaga eru bæði algjörlega út í hött, að mínum dómi, en kristalla þá and-kapítalísku hegðun – þvert á það sem margir halda - sem fjármálakerfi heimsins byggja tilveru sína á. Það er vælt utan í skattgreiðendum ef bankar lenda í vandræðum. Vælið er oft hátt og skerandi. Það blasir við, að þetta gengur ekki með fyrirtæki sem eru að formi til einkarekin og á ábyrgð fjárfesta sem tilheyra einkageiranum. Það er þversögn og gengur gegn grundvallaratriði markaðsbúskapsins; að bera ábyrgð á eign sinni.Guðs mildi Það er mikil guðs mildi að ríkið hafi ekki reynt að bjarga bönkunum hér á landi, eins og AGS vildi. Árni Páll minntist m.a. á þá sýn AGS í ræðu sinni. Það stöðumat Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, að beita sér ekki fyrir stækkun gjaldeyrisvaraforðans – þrátt fyrir grátkór bankamanna – var rétt. Líklega jafn rétt og stöðumat Geirs á því hvaða ógn stafaði af stærð bankanna - og skuldbindingum þeirra í erlendum myntum - fyrir almenning og efnahagslífið í heild, var rangt. Johnson sagði vandann á evrusvæðinu mikinn. Björgunarsjóðurinn sem leiðtogar ESB-ríkja ákváðu nýlega að stækka myndi ekki gera neitt annað en auka við opinberar skuldir, hækka skatta í framtíðinni. „Alþjóðlegi bankaheimurinn er ekki vinur ykkar," sagði hann og horfði út í sal. „Hversu margir hér inni trúa því að Goldman Sachs verði látinn falla ef hann lendir í vandræðum?" Svo fylgdi þögn. Hann svaraði því til, að augljóslega tryði því enginn að Goldman Sachs yrði látinn falla. Á meðan halda bankamenn áfram að greiða sér himinháa bónusa, í fölsku skjóli skattgreiðenda.Einbeitir sér að málinu Johnson hefur sagt opinberlega, að hann hafi ákveðið að tala alltaf þegar hann kemur fram um þetta vandamál sem heimurinn glímir við, þegar hann getur. Hina stórkostlegu brotalöm í alþjóðlega fjármálakerfinu. Mér finnst þetta virðingarverð hugsjón hjá manninum, vegna þess að hann hefur rétt fyrir sér og hefur eytt starfsævi sinni í að undirbyggja hana með rannsóknum. Erindi Johnson opnaði augun betur en öll önnur erindi sem ég hef séð, fyrir því hvað fjármálastofnanir eru að mörgu leyti með glórulausan tilverugrundvöll. Þetta á líka við um Ísland, þó vitanlega í miklu smærri mynd. Hér er t.d. í gildi yfirlýsing um allsherjarinnstæðutryggingu ríkisins ef í harðbakkann slær hjá hinum endurreistu bönkum. Tölur í bókhaldi ríkisins benda til þess að ríkið geti ekki staðið undir þessari ábyrgð. Það blasir raunar við að þetta er fölsk yfirlýsing, enda hefur hún ekki verið lögfest. Það er besta vísbendingin um að hún stenst ekki. En yfirlýsingin er ekki marklaus fyrir því, hún hefur áhrif, og skapar að líkindum skuldbindingu fyrir skattgreiðendur ef á reynir. Hún er ekki orðin tóm. Hún veitir auk þess falskt skjól fyrir bankanna, dregur úr hreyfingu á fjármagni sem síðan dregur úr fjárfestingu. Þetta eru svo til óumdeild sjónarmið, leyfi ég mér að segja. Það er óskiljanlegt að yfirlýsingin hafi ekki verið felld úr gildi, sérstaklega í ljósi þess að fjárfestar geta ekki farið neitt með peningana. Gjaldeyrishöftin halda þeim inn í bönkunum. Tollverðir passa síðan upp á að fólk fari ekki með féð í töskum úr landi. Við hvað eru stjórnvöld hrædd?Lítið hefur breyst Bankarnir þrír eru sameiginlega tvisvar sinnum stærri en landsframleiðsla - þrátt fyrir fimmfalda minnkun frá því sem áður var - innstæðutryggingasjóðurinn á litla sem enga peninga í hlutfalli við skuldbindingar og þegar öllu er á botninn hvolft, þá lenda vandamál bankanna alltaf í fangi skattgreiðenda. Alveg óháð því hver á þá formlega. Lítið sem ekkert hefur breyst, hvað varðar helstu áhættuþætti fyrir almenning. Aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi hefur ekki einu sinni átt sér stað með lögum, þremur árum eftir hrun. Það verður að teljast með nokkrum ólíkindum. Johnson sagði ekki hægt að útiloka að kreppan mikla – svipuð þeirri sem hófst 1931 - væri beint fyrir framan okkur. Núna, líkt og þá, sæi hana hins vegar engin vegna blekkingarinnar sem fjármálakerfin byggja á. Hún kæmi bara allt í einu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun