Erlent

Nítján handteknir í Póllandi vegna Breivík-rannsóknar

Breivik.
Breivik.
Pólska öryggislögreglan tilkynnti í dag að hún hefði handtekið nítján manns og framkvæmt um hundrað húsleitir í tengslum við rannsókn á máli Anders Breivík sem myrti 77 ungmenni í Útey í sumar samkvæmt fréttastofu AP.

Norsk yfirvöld óskuðu eftir því við pólsk yfirvöld rannsökuðu það hvernig Breivík komst yfir sprengiefnið en það keypti hann í smáum skömmtum af pólsku netfyrirtæki.

Pólsk yfirvöld sögðu að handtökurnar tengdust einnig rannsóknum á yfirlýsingu Breivíks sem hann birti á netinu eftir að hann myrti ungmennin.

Hinir handteknu eru grunaðir um að selja, framleiða og nota sprengjuefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×