Fótbolti

Higuaín með þrennu í sigri Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gonzalo Higuaín.
Gonzalo Higuaín. Mynd/Nordic Photos/Getty
Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín skoraði þrjú mörk þegar Real Madrid vann 4-0 útisigur á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en lærisveinar Jose Mourinho komust fyrir vikið upp í þriðja sæti deildarinnar.

Gonzalo Higuaín skoraði fyrsta markið sitt á 17. mínútu eftir sendingu frá Cristiano Ronaldo, annað markið skoraði hann á 66. mínútu eftir sendingu frá Álvaro Arbeloa og Higuaín innsiglaði síðan þrennuna sína á 89. mínútu.

Cristiano Ronaldo lagði líka upp þriðja markið fyrir varmanninn José Callejón á 82. mínútu.

Higuaín er að komast í sitt besta form eftir erfið meiðsli en hann hefur skorað í báðum leikjum sínum í byrjunarliðinu á tímabilinu og alls 5 mörk í 6 leikjum í spænsku deildinni á leiktíðinni.

Barcelona er á toppnum með 14 stig eða jafnmörg stig en betri markatölu heldur en Levante sem er í 2. sætinu. Real Madrid er með bestu markatöluna af þremur liðum sem eru með 13 stig en hin liðin eru Malaga og Valencia.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×