Fótbolti

Forseti Barcelona óánægður með sektirnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sandro Rosell, forseti Barcelona.
Sandro Rosell, forseti Barcelona. Nordic Photos / AFP
Sandro Rosell, forseti Barcelona, er óánægður með þær sektir sem félagið fékk vegna atvika í viðureign liðsins gegn Porto um evrópska ofurbikarinn í sumar.

Knattspyrnusamband Evrópu ákvað í vikunni að sekta Barcelona um 110 þúsund evrur fyrir að koma annars vegar tveimur mínútum of seint út á völl eftir leikhléð og hins vegar fyrir blysnotkun stuðningsmanna liðsins í stúkunni.

Leikurinn fór fram í Mónakó og segir Rosell að það hafi verið ósanngjarnt að sekta félagið vegna þessara atvika.

„Það er ýmislegt sem gengur á í búningsklefanum síðustu mínúturnar áður en gengið er aftur út á völlinn. Leikmenn eru til dæmis að fara á salernið og fleira í þeim dúr,“ sagði Rosell.

„Svo gátum við ekki komið í veg fyrir að stuðningsmenn kæmu með blys á leikinn þar sem við sáum ekki um gæsluna á leikvanginum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Barcelona beri ábyrgð á þessu.“

„Þetta stríðir vissulega gegn reglunum en mér fannst rétt að beita okkur sektum vegna þessa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×