Ótrúleg endurkoma Murray gegn Nadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2011 18:15 Murray og Nadal með verðlaun sín í leikslok. Nordic Photos / AFP Skotinn Andy Murray sigraði Spánverjann Rafael Nadal í úrslitum opna japanska meistaramótsins í tennis í dag. Allt leit út fyrir sjötta sigur Nadal í röð gegn Murray sem sneri taflinu við eftir tap í fyrsta setti og vann glæsilegan sigur 3-6, 6-2 og 6-0. Yfirburðir Skotans í þriðja settinu voru miklir eins og tölurnar gefa til kynna en Nadal vann aðeins fjögur stig í lotunum sex. Murray hefur aðeins tapað einu sinni í síðustu 22 viðureignum og vann sitt þriðja mót á tveimur mánuðum. Hann er farinn að anda ofan í hálsmálið á Roger Federer sem situr í þriðja sæti ATP-listans. „Það þurfti einhverja bestu frammistöðu sem ég hef sýnt í þriðja settinu. Ég hef spilað marga góða leiki gegn Rafa í gegnum tíðina en ég var mjög stöðugur í þetta skiptið. Gerði nánast engin mistök og spilaði vel á mikilvægum augnablikum,“ sagði Murray. Nadal sagði Murray einfaldlega hafa spilað of vel. „Uppgjafir hans voru frábærar þegar mikið lá við. Hann spilaði stórkostlega og gerði engin mistök í lokasettinu. Hann var sókndjarfur og ég átti ekkert svar við skotum hans,“ sagði Nadal. Tennis Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Skotinn Andy Murray sigraði Spánverjann Rafael Nadal í úrslitum opna japanska meistaramótsins í tennis í dag. Allt leit út fyrir sjötta sigur Nadal í röð gegn Murray sem sneri taflinu við eftir tap í fyrsta setti og vann glæsilegan sigur 3-6, 6-2 og 6-0. Yfirburðir Skotans í þriðja settinu voru miklir eins og tölurnar gefa til kynna en Nadal vann aðeins fjögur stig í lotunum sex. Murray hefur aðeins tapað einu sinni í síðustu 22 viðureignum og vann sitt þriðja mót á tveimur mánuðum. Hann er farinn að anda ofan í hálsmálið á Roger Federer sem situr í þriðja sæti ATP-listans. „Það þurfti einhverja bestu frammistöðu sem ég hef sýnt í þriðja settinu. Ég hef spilað marga góða leiki gegn Rafa í gegnum tíðina en ég var mjög stöðugur í þetta skiptið. Gerði nánast engin mistök og spilaði vel á mikilvægum augnablikum,“ sagði Murray. Nadal sagði Murray einfaldlega hafa spilað of vel. „Uppgjafir hans voru frábærar þegar mikið lá við. Hann spilaði stórkostlega og gerði engin mistök í lokasettinu. Hann var sókndjarfur og ég átti ekkert svar við skotum hans,“ sagði Nadal.
Tennis Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira