Kári Steinn: Fékk krampa eftir 34 kílómetra en dröslaðist í mark Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2011 12:13 Mynd / HAG „Hún er alveg frábær. Þetta var stórskemmtilegt hlaup, frábærar aðstæður og rosaleg stemmning," sagði maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson um tilfinninguna að loknu Berlínarmaraþoninu í dag. „Það er ekki leiðinlegra að ná Íslandsmetinu og Ólympíulágmarki í fyrsta hlaupi. Það gekk allt vel og ég er rosalega sáttur með þetta," sagði Kári Steinn sem gaf það út að hann ætlaði að bæta Íslandsmetið í hlaupinu í dag. Íslandsmetið var í eigu Sigurðar Péturs Sigmundssonar sem setti metið einnig í Berlín árið 1985. Metið var því 26 ára gamalt. „Jú, það gerir þetta enn sætar. Það var kominn tími á þetta met og ég var búinn að horfa á það lengi. Það var alltaf draumurinn að fara í maraþonið, það var sú grein sem ég taldi að lægi best fyrir mér. Eftir útskrift í Bandaríkjunum gat ég sett stefnuna á maraþonið. Ég er búinn að æfa fyrir maraþonið í allt sumar og þetta small allt saman í dag." Kári Steinn hefur náð góðum árangri í styttri vegalengdum en hefur undanfarið einbeitt sér að lengri vegalengdum. Hann setti Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fyrr í sumar og nú er Íslandsmetið í maraþoni einnig komið í hans vörslu. „Ég hugsa að ég eigi nóg inni. Ég hefði getað gert ýmislegt betur í dag. Ég fékk krampa eftir 34 kílómetra og þurfti að hægja svolítið á mér. Ég var vel stressaður þá því ég vissi að ég væri á góðum hraða og á leiðinni að ná lágmarkinu. Ég reyndi að drekka rosalega vel, taka inn smá orku og rétt úr löppunum. Ég náði einhvern veginn að dröslast í mark þrátt fyrir að vera tæpur í báðum kálfum," sagði Kári Steinn sem hleypur fyrir Breiðablik. Kári Steinn er annar Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikana í London næsta sumar. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði einnig lágmarki fyrir leikana í sumar. „Það er rosalegur léttir að þurfa ekki að stressa sig á því í vetur að ná lágmarki. Nú getur maður einbeitt sér að æfingum, unnið í sínum veikleikum og stílað á gott hlaup í London á næsta ári," segir Kári Steinn sem ætlar að setjast niður með þjálfara sínum og setja sér ný markmið. „Fyrsta markmið var að komast inná leikana og nú þurfum við að setja nýtt," sagði Kári Steinn. Innlendar Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Sjá meira
„Hún er alveg frábær. Þetta var stórskemmtilegt hlaup, frábærar aðstæður og rosaleg stemmning," sagði maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson um tilfinninguna að loknu Berlínarmaraþoninu í dag. „Það er ekki leiðinlegra að ná Íslandsmetinu og Ólympíulágmarki í fyrsta hlaupi. Það gekk allt vel og ég er rosalega sáttur með þetta," sagði Kári Steinn sem gaf það út að hann ætlaði að bæta Íslandsmetið í hlaupinu í dag. Íslandsmetið var í eigu Sigurðar Péturs Sigmundssonar sem setti metið einnig í Berlín árið 1985. Metið var því 26 ára gamalt. „Jú, það gerir þetta enn sætar. Það var kominn tími á þetta met og ég var búinn að horfa á það lengi. Það var alltaf draumurinn að fara í maraþonið, það var sú grein sem ég taldi að lægi best fyrir mér. Eftir útskrift í Bandaríkjunum gat ég sett stefnuna á maraþonið. Ég er búinn að æfa fyrir maraþonið í allt sumar og þetta small allt saman í dag." Kári Steinn hefur náð góðum árangri í styttri vegalengdum en hefur undanfarið einbeitt sér að lengri vegalengdum. Hann setti Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fyrr í sumar og nú er Íslandsmetið í maraþoni einnig komið í hans vörslu. „Ég hugsa að ég eigi nóg inni. Ég hefði getað gert ýmislegt betur í dag. Ég fékk krampa eftir 34 kílómetra og þurfti að hægja svolítið á mér. Ég var vel stressaður þá því ég vissi að ég væri á góðum hraða og á leiðinni að ná lágmarkinu. Ég reyndi að drekka rosalega vel, taka inn smá orku og rétt úr löppunum. Ég náði einhvern veginn að dröslast í mark þrátt fyrir að vera tæpur í báðum kálfum," sagði Kári Steinn sem hleypur fyrir Breiðablik. Kári Steinn er annar Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikana í London næsta sumar. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði einnig lágmarki fyrir leikana í sumar. „Það er rosalegur léttir að þurfa ekki að stressa sig á því í vetur að ná lágmarki. Nú getur maður einbeitt sér að æfingum, unnið í sínum veikleikum og stílað á gott hlaup í London á næsta ári," segir Kári Steinn sem ætlar að setjast niður með þjálfara sínum og setja sér ný markmið. „Fyrsta markmið var að komast inná leikana og nú þurfum við að setja nýtt," sagði Kári Steinn.
Innlendar Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga