Fótbolti

Getafe stöðvaði sigurgöngu Real Betis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Castro fagnar marki sínu í kvöld.
Castro fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP
Real Betis er ekki lengur með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði í kvöld fyrir Getafe á útivelli, 1-0.

Betis er þó enn á toppi deildarinnar en þetta hljóta þó að teljast svekkjandi úrslit fyrir liðið enda Getafe ekki meðal öflugustu liðanna á Spáni - liðið var í nítjánda sæti deildarinnar fyrir kvöldið með aðeins eitt stig.

Diego Castro skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu með föstu skoti í þaknetið. Betis reyndi að sækja eftir þetta en Miguel Angel Moya, markvörður Getafe, átti góðan leik í kvöld.

Betis er með tólf stig en næst koma Barcelona, Levante og Sevilla með ellefu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×