Fótbolti

Ronaldo: Get alveg hugsað mér að spila í Rússlandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leik með Real Madrid um helgina.
Cristiano Ronaldo í leik með Real Madrid um helgina. Mynd. / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn, Cristiano Ronaldo, gat ekki útilokað að fara í rússnesku úrvalsdeildina á næstu árum þegar hann var spurður út í möguleg félagsskipti leikmannsins.

Rússneska félagið Anzhi Makhachkala ætlar sér stóra hluti á næstunni og hefur til þess gríðarlegt fjármagn. Talið er að félagið ætli að fá til sín alla bestu leikmenn í heiminum.

„Af hverju ekki?,“ sagði Ronaldo við vefsíðuna Sportbox.ru

„Ég veit að rússnesk knattspyrna er í mikilli sókn og ég gæti vel hugsað mér að leika þar í framtíðinni“.

„Maður veit aldrei hvað gerist í þessum heimi, það kæmi sennilega mörgum á óvart ef ég myndi enda í Rússlandi“.

„Í augnablikinu er ég sáttur hjá Real Madrid og verð þar á næstunni“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×