Simpson hefur unnið sér inn 600 milljónir kr. á þessu ári Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. september 2011 10:00 Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. AP Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Simpson sigraði á Deutsche Bank-meistaramótinu eftir bráðabana gegn Chez Reavie en þeir léku báðir á 15 höggum undir pari. Með sigrinum er Simpson í efsta sæti Fed-Ex úrslitakeppninnar þegar tvö mót eru eftir en hann er í dauðafæri að næla sér í gríðarlegt verðlaunafé sem er í boði fyrir sigurvegarann í úrslitakeppninni. Sigurvegarinn fær 10 milljónir dala eða sem nemur um 1,2 milljörðum kr. Simpson, sem er 26 ára gamall, fagnaði sínum fyrsta sigri á ferlinum í Greensboro fyrir þremur vikum en á því móti keppti Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum. Á þessu ári hefur Simpson fengið um 600 milljónir kr. í verðlaunafé en hann fékk um 100 milljónir kr. í verðlaunafé á árinu 2010. Luke Donald frá Englandi og efsti maður heimslistans, deildi þriðja sætinu með Brand Snedeker frá Bandaríkjunum og Ástralanum Jason Day. Þeir léku allir á -13. Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Simpson sigraði á Deutsche Bank-meistaramótinu eftir bráðabana gegn Chez Reavie en þeir léku báðir á 15 höggum undir pari. Með sigrinum er Simpson í efsta sæti Fed-Ex úrslitakeppninnar þegar tvö mót eru eftir en hann er í dauðafæri að næla sér í gríðarlegt verðlaunafé sem er í boði fyrir sigurvegarann í úrslitakeppninni. Sigurvegarinn fær 10 milljónir dala eða sem nemur um 1,2 milljörðum kr. Simpson, sem er 26 ára gamall, fagnaði sínum fyrsta sigri á ferlinum í Greensboro fyrir þremur vikum en á því móti keppti Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum. Á þessu ári hefur Simpson fengið um 600 milljónir kr. í verðlaunafé en hann fékk um 100 milljónir kr. í verðlaunafé á árinu 2010. Luke Donald frá Englandi og efsti maður heimslistans, deildi þriðja sætinu með Brand Snedeker frá Bandaríkjunum og Ástralanum Jason Day. Þeir léku allir á -13.
Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira