Tónlist

Byrjaður á næstu plötu

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Rapparinn Emmsjé Gauti stefnir í það verða óstöðvandi afl í íslenskri tónlistarmenningu. Í opinskáu viðtali í útvarpsþættinum Vasadiskó síðastliðinn sunnudag opinberaði hann að nú þegar væri hann búinn að semja þrjú lög á næstu plötu. Nokkuð gott í ljósi þess að Gauti gaf út fraumraun sína, Bara ég, í maí.

Hann segir að nokkur lög á nýju plötunni verði tilfinningalega þyngri en flest lögin á þeirri siðustu. Það sem komið vegna erfiðra tíma í kjölfar sambandsslita er hann gekk nýverið í gegnum.

Einnig greindi Gauti frá því að hann ætli að reyna sjá eins mikið um útsetningar- og forritun sjálfur og hann geti. Hann hafi lært heilmikið af vinnslu síðustu plötu og vilji þreifa sig sem mest áfram sjálfur.

Hann greindi líka frá því að upphaflega væri hann frá Akureyri en ekki Breiðholtinu. En þar sem hann hefði flust til Reykjavíkur fimm ára að aldri væri eðlilegra að "reppa" Breiðholtið, eins og hann orðaði það.

Í þættinum spilaði hann einnig nýlegt lag sem hann gerði með nýja dúettnum Úlfur Úlfur sem var settur saman úr leyfum Bróður Svartúlfs.

Gauti hefur haft heilmikið að gera frá því að platan kom út í vor en til að mynda spilaði hann fimm gigg í síðustu viku. Duglegur drengur.

Fylgist með Vasadiskó á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.