Sport

Fabiana Murer varð heimsmeistari í stangarstökki - Isinbayeva í 6. sæti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fabiana Murer fagnar hér titlinum.
Fabiana Murer fagnar hér titlinum. Mynd. / Getty Images
Fabiana Murer, frá Brasilíu, varð heimsmeistari í stangarstökki á HM í Suður-Afríku í dag þegar hún stökk yfir 4,85 metra, en það er jöfnun á hennar besta árangri í greininni.

Rússneski stangarstökkvarinn, Yelena Isinbayeva, hafnaði aðeins í sjötta sæti á mótinu en hún á heimsmetið í greininni og þykir sú besta í heiminum í stangarstökki.

Isinbayeva felldi 4,75 metra í fyrstu tilraun og lét þá hækka upp í 4,80 sem hún felldi tvívegis. Heimsmet Isinbayeva er 5,06 metrar og því var hún langt frá sínu besta í dag.

Martina Strutz frá Þýskalandi hafnaði í öðru sæti en hún stökk 4,80 metra. Síðan varð Svetlana Feofanova frá Rússlandi í þriðja sæti þegar hún fór yfir 4,75 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×