Fótbolti

Dani Alves næstur á innkaupalistanum hjá Rússunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dani Alves.
Dani Alves. Mynd/Nordic Photos/Getty
Dani Alves, hægri bakvörður Barcelona-liðsins, gæti verið á leiðinni til rússneska liðsins Anzhi FC en forráðamenn ætla að fylgja á eftir kaupunum á Samuel Eto'o með því að tæla líka Brasilíumanninn til Rússlands.

Anzhi er tilbúið að borga Barcelona á bilinu 35 til 40 milljónir evra fyrir Dani Alves samkvæmt heimildum spænska Sport-blaðsins en Alves er með samning við Barca til ársins 2015 og það kostar 150 milljónir evra að kaupa upp samninginn.

Forráðamenn Anzhi ætluðu að reyna að freista Dani Alves með því að bjóða honum fimmtán milljónir evra í árslaun en hann hefur sjö milljónir evra í árslaun hjá Barcelona.

Dani Alves er enn bara 27 ára gamall og líður vel hjá Barcelona þar sem hann er í algjöru lykilhlutverki. Það er því ekki búist við því að hann sé tilbúinn að fara til Rússlands þrátt fyrir að launin tvöfaldist og þá má ekki gleyma því að Barcelona er ekkert að fara selja lykilmann fyrir útsöluverð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×