Fótbolti

Þriggja manna vörn hjá Barcelona og Fabregas byrjar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Barcelona spilar sinn fyrsta leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið tekur á móti Villareal á Nývangi. Pep Guardiola hefur breytt um leikerfi fyrir leikinn í kvöld en liðið spilar 3-4-3 í stað 4-3-3.

Cesc Fabregas er í byrjunarliðinu í kvöld alveg eins og Alexis Sánchez en þeir Xavi Hernández og David Villa byrja báðir á bekknum. Thiago Alcântara fær líka tækifæri á miðjunnni í dag en Guardiola hefur fært Andrés Iniesta framar á völlinn.

Carles Puyol, Gerard Piqué, Adriano og Maxwell eru allir meiddir og Dani Alves tekur út leikbann í þessum leik.

Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er í beinni á Stöð 2 Sport 3.



Byrjunarlið Barcelona í kvöld: (3-4-2-1 eða 3-4-3)

Mark: Víctor Valdés

Vörn: Sergio Busquets, Javier Mascherano, Éric Abidal

Miðja: Seydou Keita, Cesc Fàbregas, Thiago Alcântara, Pedro Rodríguez

Sókn: Lionel Messi, Andrés Iniesta og Alexis Sánchez sem er fremstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×