Erlent

Breivik fær enga sérmeðferð

Aldrei hefur neinum tekist að flýja úr Skien fangelsinu.
Aldrei hefur neinum tekist að flýja úr Skien fangelsinu. Mynd/AP Images
 

Líklegt er talið að Anders Behring Breivik muni afplána dóm sinn í Skien fangelsinu sem er annað tveggja norskra fangelsa með hæsta mögulegan öryggisstuðul. "Ef hann kemur hingað fær hann enga sérmeðferð en hann mun þó mæta strangari öryggisreglum en aðrir fangar," segir Karl Hillesland fangelsistjóri Skien við norska ríkissjónvarpið. Þannig koma aðeins örfáar manneskjur til með að vita hvar í fangelsinu hann dvelur og fylgst verður sérstaklega vel með athöfnum hans og samskiptum við annað fólk.

Aldrei hefur neinum tekist að flýja úr Skien fangelsinu og ef Breivik kemur til með að afplána þar fær hann venjulegan fangaklefa með rúmi, stól, borði, salerni, sturtu og sjónvarpi. Það fer svo eftir því ákvörðun dómara hvort hann fær að stunda nám, vinna í fangelsinu, fara í stuttar gönguferðir í fangelsisgarðinum eða t.d. spila lúdó og önnur borðspil með litlum hópi starfsmanna.

Því er lítil hætt á að Breivik verði fyrir árás samfanga sinna auk þess sem allar öryggisreglur yrðu hertar til að koma í veg fyrir að hann flýji eða einhver reyni að ná honum út. "Þetta er fangi með mjög sérstakan bakgrunn en komi hann hingað munum við taka á móti honum á fagmannlegan hátt," segir fangelsisstjórinn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×