Erlent

Breivik kurteis við yfirheyrslur

Óli Tynes skrifar
Asbjörn Raklev lögreglumaður.
Asbjörn Raklev lögreglumaður.
 

Lögreglumaðurinn sem yfirheyrir fjöldamorðingjann Anders Breivik segir að þeir tali saman á þægilegum nótum og engin tilraun sé gerð til þess að brjóta Breivik niður. Asbjörn Raklev er sérfræðingur í yfirheyrslum. Hann segir að Breivik sé kurteis og hann hafi á tilfinningunni að hann reyni að svara spurningum satt og rétt. Það sé þó sannleikurinn eins og Breivik sjálfur sjái hann.

Raklev segir að Breivik hafi ekki sýnt neina iðrun, miklu frekar sé hægt að tala um að það hafi verið léttir fyrir hann að ætlunarverkið tókst. Hann segist þó hafa lengi kviðið fyrir því að leggja til atlögu enda árásin skelfileg og grimm. Breivik taldi hinsvegar að hann ætti ekki annarra kosta völ. Árásin hafi verið nauðsynleg fyrir þjóðfélagið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×