Erlent

Ellefu fórnarlambanna í framboði fyrir Verkamannaflokkinn

Heilbrigðisráðherra Noregs og björgunarsveitarmenn minntust fórnarlamba árásanna í Útey og Osló skammt frá Útey sl. mánudag.
Heilbrigðisráðherra Noregs og björgunarsveitarmenn minntust fórnarlamba árásanna í Útey og Osló skammt frá Útey sl. mánudag. Mynd/AP
Ellefu af þeim ungmennum sem féllu fyrir hendi fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik í Útey höfðu boðið sig fram til komandi sveitarstjórnarkosninga í Noregi. Þetta kemur fram á vef norska ríkissjónvarpsins í dag. Þar staðfestir Liv Signe Navarsete ráðherra að ellefu af fórnarlömbunum í Útey séu á framboðslistum norska Verkamannaflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Hún segir jafnframt að samkvæmt kosningalögum í landinu megi ekki tilnefna nýja fulltrúa á listana. Listar með nöfnum hinna látnu muni við kosningarnar teljast með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×