Enski boltinn

Nýtt tilboð á leiðinni í Fabregas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas í leik með Arsenal.
Cesc Fabregas í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar fullyrða að nýtt tilboð sé á leiðinni frá Barcelona í spænska miðjumanninn Cesc Fabregas hjá Arsenal. Pep Guardiola, stjóri Barca, lét hafa eftir sér nýverið að félaginu vantar aðeins einn leikmann til viðbótar.

Sagan um Barcelona og Fabregas er orðin ansi löng en félagið hefur verið á höttunum eftir kappanum undanfarin tvö ár. Fabregas lék sem unglingur með Barcelona en fór aðeins sextán ára gamall til Arsenal þar sem hann hefur verið síðan.

Arsenal hafnaði 26 milljóna punda tilboði fyrr í sumar frá Barcelona í Fabregas og stjórnarformaður félagsins, Peter Hill-Wood, sagði að Arsenal hafi ekki heldur öðru tilboði sem barst eftir það.

Arsenal er sagt vilja fá minnst 40 milljónir punda fyrir kappann en nýja tilboðið frá Barcelona er sagt vera um 27 milljónir. Það ber því talsvert á milli.

„Okkur vantar aðeins einn leikmann og allir vita hvaða leikmaður það er,“ sagði Guardiola í viðtali við enska blaðið Daily Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×