Erlent

Grunar að Breivik eigi vitorðsmenn

Óli Tynes skrifar
Anders Breivik
Anders Breivik
Vitni segjast hafa séð Anders Breivik í matvöruverslun í miðbæ í smábæjarins Krakö utan við Osló nokkrum dögum fyrir árásina. Hann hafi verið þar ásamt tveim mönnum Breivik hafi verið íklæddur hermannapeysu með lögreglumerkjum á. Breivik var einmitt dulbúinn sem lögregluþjónn þegar hann lét til skarar skríða í Útey. Enginn lýsing hefur verið gefin á mönnunum sem hann var með. Verslunareigandinn hefur gefið lögreglunni skýrslu. Hún vill hinsvegar ekkert segja um innihald skýrslunnar og verslunareigandinn hefur neitað að tjá sig við fjölmiðla.

Geir Lippestad lögmaður Breiviks segir að aðgerðir hans hafi verið svo umfangsmiklar að óhjákvæmilegt sé að álykta að hann hafi notið einhverrar aðstoðar. Hann hafi til dæmis þurft að koma tveim bílum fyrir í Osló, bæði sprengjubílnum og bílnum sem hann notaði til að fara á milli Oslóar og Úteyjar.

Svör Breiviks hafa verið misvísandi við yfirheyrslur. Hann hefur bæði sagt að hann hafi haft aðstoðarmenn og að hann hafi verið einn að verki. Undanfarna daga hefur hann alfarið neitað að svara spurningum um þetta atriði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×