Axel efstur að loknum fyrsta degi Kolbeinn Tumi Daðason í Leirunni skrifar 21. júlí 2011 17:49 Axel Bóasson. Mynd/www.gsi.is Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili er efstur að loknum fyrsta degi á Íslandsmótinu í höggleik karla á Hólmsvelli í Leirunni. Axel spilaði á sjö höggum undir pari í dag og jafnaði vallarmetið. Axel spilaði frábært golf og spilaði holurnar átján allar á pari eða betur. „Ég hef alltaf spilað vel í Leirunni. Alltaf gaman að koma hingað. Veðrið var frábært og flatirnar geðveikar,“ sagði Axel að hringnum loknum. Alfreð Brynjar Kristinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Kristján Þór Einarsson Golfklúbbnum Kili eru jafnir í öðru sæti. Þeir spiluðu hringinn á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Líkt og Axel tapaði Kristján Þór engu höggi á hringnum. Hann sagði hringinn vera sinn besta í sumar og Alfreð tók í sama streng. Næstir á hæla þeirra koma þeir Hjörleifur G. Bergsteinsson úr Kili og Helgi Birkir Þórisson úr Setbergi á fjórum höggum undir pari.Staða efstu manna: 1. Axel Bóasson, GK -7 2. Kristján Þór Einarsson, GKJ -6 2. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG -6 4. Helgi Birkir Þórisson, GSE -4 4. Hjörleifur G Bergsteinsson, GK -4 6. Arnar Sigurbjörnsson, GKJ -3 6. Heiðar Davíð Bragason, GÓ -3 6. Helgi Runólfsson, GK -3 Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili er efstur að loknum fyrsta degi á Íslandsmótinu í höggleik karla á Hólmsvelli í Leirunni. Axel spilaði á sjö höggum undir pari í dag og jafnaði vallarmetið. Axel spilaði frábært golf og spilaði holurnar átján allar á pari eða betur. „Ég hef alltaf spilað vel í Leirunni. Alltaf gaman að koma hingað. Veðrið var frábært og flatirnar geðveikar,“ sagði Axel að hringnum loknum. Alfreð Brynjar Kristinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Kristján Þór Einarsson Golfklúbbnum Kili eru jafnir í öðru sæti. Þeir spiluðu hringinn á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Líkt og Axel tapaði Kristján Þór engu höggi á hringnum. Hann sagði hringinn vera sinn besta í sumar og Alfreð tók í sama streng. Næstir á hæla þeirra koma þeir Hjörleifur G. Bergsteinsson úr Kili og Helgi Birkir Þórisson úr Setbergi á fjórum höggum undir pari.Staða efstu manna: 1. Axel Bóasson, GK -7 2. Kristján Þór Einarsson, GKJ -6 2. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG -6 4. Helgi Birkir Þórisson, GSE -4 4. Hjörleifur G Bergsteinsson, GK -4 6. Arnar Sigurbjörnsson, GKJ -3 6. Heiðar Davíð Bragason, GÓ -3 6. Helgi Runólfsson, GK -3
Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira