Erlent

Forsætisráðherra Noregs í felum

Hafsteinn Hauksson skrifar
Eyðileggingin í Osló er gífurleg, en tveir hafa látist í sprengjuárás í miðbæ borgarinnar.
Eyðileggingin í Osló er gífurleg, en tveir hafa látist í sprengjuárás í miðbæ borgarinnar. AP
Forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, hefur að ráði lögreglu ákveðið að greina ekki frá því hvar hann heldur til eftir sprengjuárás í miðborg Oslóar síðdegis í dag. Skrifstofur forsætisráðherrans eru í skrifstofubyggingunni sem fór einna verst út úr árásinni, en lögregla vill ekki gefa neitt upp um hvort árásin hafi beinst að ráðherranum.



Skrifstofum norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 hefur verið lokað vegna grunsamlegs pinkils sem barst stöðinni.



Norska lögreglan hefur hækkað viðbragðsstig landsins vegna árásarinnar; sprengjusvæðið hefur verið rýmt og lögregla hvetur fólk til að halda sig innandyra.



Að minnsta kosti tveir létust í árásinni og fimmtán manns til viðbótar slösuðust. Enn er ekki ljóst hver framdi árásina, en lögregla útilokar ekki að útlendingur hafi verið að verki.



Enginn hefur lýst ábyrgð á sprengjunni, en að því er fram kemur í fréttu Reuters hefur Noregi staðið ógn af herskáum íslamistum vegna þátttöku Norðmanna í stríðinu í Afganistan og loftárásum á Líbýu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×