Erlent

Hættuástandi aflýst í Osló, lestarferðir að hefjast

Hættuástandi hefur verið aflýst við aðaljárnbrautastöðina í Osló og reiknað er með að lestarkerfi borgarinnar komist í eðlilegt horf á næsta hálftímanum eða svo.

Stöðin var rýmd í morgun eftir að maður skildi þar eftir ferðatösku og gekk á brott.

Sprengjusveit norsku lögreglunnar notaði vélmenni til að opna töskuna en ekkert grunsamlegt fannst í henni.

Samkvæmt frétt á NRK lýsir lögreglan eftir manni að afrískum uppruna vegna málsins. Hann er 25 til 30 ára gamall og 180 til 185 sm að hæð. Hann var klæddur dökkum fötum með hvítt höfuðfat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×