Darren Clarke sigraði á Opna breska 17. júlí 2011 17:08 Darren Clarke sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal St. Georges vellinu á Englandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 42 ára gamli Norður-Íri sigrar á stórmóti. Afp Darren Clarke sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal St. Georges vellinu á Englandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 42 ára gamli Norður-Íri sigrar á stórmóti. Clarke lék samtals á 5 höggum undir pari og var hann þremur höggum betri en Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Phil Mickelson. Clarke lék á pari vallar eða 70 höggum í dag. Norður-Írar hafa fagnað sigri á einu af stórmótunum fjórum þrívegis á undanförnum 13 mánuðum. Greame McDowell sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2010, Rory McIlroy tók þann titil af landa sínum í júní s.l. og nú tekur Clarke við keflinu og landar þriðja titlinum á stórmóti fyrir þessa litlu þjóð.Lokastaðan: Fyrir sigurinn fékk Clarke um 170 milljónir kr.í verðlaunafé og keppnisrétt á þessu stórmóti þar til hann verður 65 ára gamall. Clarke hefur ekki verið áberandi á atvinnumótum á undanförnum misserum en hann tók ekki þátt á fyrstu tveimur stórmótum ársins þar sem hann var ekki með keppnisrétt á þeim mótum. Hann er sá fyrsti sem sigrar á Opna breska meistaramótinu eftir að hafa tekið þátt 15 sinnum eða oftar á þessu móti. Clarke hafði fyrir þetta mót tekið 19 sinnum þátt og besti árangur hans var 2. sætið árið 1997. Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson virtist ætla að blanda sér í baráttuna um sigurinn en hann lék frábært golf á fyrri 9 holunum og var 6 höggum undir pari á hringnum eftir aðeins 10 holur. Mickelson náði að jafna við Clarke um tíma en fjórir skollar á síðari 9 holunum gerðu út um vonir Mickelson – sem á enn eftir að brjóta ísinn og landa sigri á þessu móti. Hann lék lokahringinn á 68 höggum eða -2 og samtals á -3. Dustin Johnson frá Bandaríkjunum var í síðasta ráshópnum með Clarke en hann gerði dýrkeypt mistök á 14. braut þar sem hann sló boltann út fyrir vallarmörk og lék hann holuna á 2 höggum yfir pari. Fram að þeim tíma var Johnson í baráttunni um sigurinn en Clarke gerði engin mistök á lokakaflanum. Elsti sigurvegarinn á Opna breska meistaramótinu er Tom Morris sem var rúmlega 46 ára gamall árið 1867 þegar hann sigraði á mótinu. Argentínumaðurinn Roberto de Vicenzo var 44 ára gamall þegar hann vann mótið árið 1967. Tíu efstu á þessu móti náðu að tryggja sér keppnisrétt á mótinu sem fer fram eftir ár á Royal Lytham & St Annes vellinum. Fjórir efstu á Opna breska fengu einnig keppnisrétt á Mastersmótinu sem fer fram í apríl á næsta ári. Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Darren Clarke sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal St. Georges vellinu á Englandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 42 ára gamli Norður-Íri sigrar á stórmóti. Clarke lék samtals á 5 höggum undir pari og var hann þremur höggum betri en Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Phil Mickelson. Clarke lék á pari vallar eða 70 höggum í dag. Norður-Írar hafa fagnað sigri á einu af stórmótunum fjórum þrívegis á undanförnum 13 mánuðum. Greame McDowell sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2010, Rory McIlroy tók þann titil af landa sínum í júní s.l. og nú tekur Clarke við keflinu og landar þriðja titlinum á stórmóti fyrir þessa litlu þjóð.Lokastaðan: Fyrir sigurinn fékk Clarke um 170 milljónir kr.í verðlaunafé og keppnisrétt á þessu stórmóti þar til hann verður 65 ára gamall. Clarke hefur ekki verið áberandi á atvinnumótum á undanförnum misserum en hann tók ekki þátt á fyrstu tveimur stórmótum ársins þar sem hann var ekki með keppnisrétt á þeim mótum. Hann er sá fyrsti sem sigrar á Opna breska meistaramótinu eftir að hafa tekið þátt 15 sinnum eða oftar á þessu móti. Clarke hafði fyrir þetta mót tekið 19 sinnum þátt og besti árangur hans var 2. sætið árið 1997. Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson virtist ætla að blanda sér í baráttuna um sigurinn en hann lék frábært golf á fyrri 9 holunum og var 6 höggum undir pari á hringnum eftir aðeins 10 holur. Mickelson náði að jafna við Clarke um tíma en fjórir skollar á síðari 9 holunum gerðu út um vonir Mickelson – sem á enn eftir að brjóta ísinn og landa sigri á þessu móti. Hann lék lokahringinn á 68 höggum eða -2 og samtals á -3. Dustin Johnson frá Bandaríkjunum var í síðasta ráshópnum með Clarke en hann gerði dýrkeypt mistök á 14. braut þar sem hann sló boltann út fyrir vallarmörk og lék hann holuna á 2 höggum yfir pari. Fram að þeim tíma var Johnson í baráttunni um sigurinn en Clarke gerði engin mistök á lokakaflanum. Elsti sigurvegarinn á Opna breska meistaramótinu er Tom Morris sem var rúmlega 46 ára gamall árið 1867 þegar hann sigraði á mótinu. Argentínumaðurinn Roberto de Vicenzo var 44 ára gamall þegar hann vann mótið árið 1967. Tíu efstu á þessu móti náðu að tryggja sér keppnisrétt á mótinu sem fer fram eftir ár á Royal Lytham & St Annes vellinum. Fjórir efstu á Opna breska fengu einnig keppnisrétt á Mastersmótinu sem fer fram í apríl á næsta ári.
Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira