Fótbolti

Ronaldo æfur yfir fölsku viðtali í Sunday Mirror

Portúgalski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Cristiano Ronaldo, er ekki sáttur við enska dagblaðið Sunday Mirror sem birti viðtal við hann s.l. sunnudag.
Portúgalski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Cristiano Ronaldo, er ekki sáttur við enska dagblaðið Sunday Mirror sem birti viðtal við hann s.l. sunnudag.
Portúgalski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Cristiano Ronaldo, er ekki sáttur við enska dagblaðið Sunday Mirror sem birti viðtal við hann s.l. sunnudag. Ronaldo skrifaði á Twitter samskiptasíðuna að viðtalið væri uppspuni frá rótum og hann hafi aldrei farið í viðtalið.

Í viðtalinu var margt safaríkt efni og þar á meðal var haft eftir Ronaldo að hann hafi fengið freistandi tilboð frá Manchester City. „Sunday Mirror var með viðtal við mig í dag (sunnudag). Allt sem þar stendur er lygi. Ég hef aldrei talað við dagblaðið og sagði aldrei það sem eftir mér er haft," skrifaði Ronaldo á Twitter.

Blaðið skrifar einnig að Ronaldo væri ekki hrifinn af London og hann kynni betur við sig í norð-vestur hluta Bretlandseyja. Þar myndi hann spila ef hann færi í ensku úrvalsdeildina á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×