Tiger Woods verður ekki með á opna breska Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. júlí 2011 17:30 Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. AP Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. Bandaríski kylfingurinn hefur ekkert keppt að undanförnu vegna meiðsla og í dag gaf hann það út að hann yrði ekki með á stórmótinu. Woods tók þessa ákvörðun í samráði við lækna sem ráðlögðu honum að ná sér að fullu eftir meiðsli í hásin og hné. Woods hefur varla slegið golfhögg í tvo mánuði eða frá því hann hætti keppni á Players meistaramótinu eftir 9 holur á fyrsta keppnisdegi vegna meiðsla. Brendan Jones grætur ekki fjarveru Woods þar sem hann fær keppnisréttinn í hans stað. Bandaríski kylfingurinn hefur ákveðið að mæta ekki til leiks í keppni fyrr en hann hefur náð sér að fullu. Þetta er annað stórmótið á þessu ári sem Woods missir. Hann lék á Mastersmótinu sem er fyrsta stórmótið á hverju ári en hann var ekki með á opna bandaríska meistaramótinu sem Rory McIlroy frá Norður-Írlandi vann. Fjórða og síðasta stórmót ársins er PGA meistaramótið en það fer fram 11.-14. ágúst í Atlanta. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. Bandaríski kylfingurinn hefur ekkert keppt að undanförnu vegna meiðsla og í dag gaf hann það út að hann yrði ekki með á stórmótinu. Woods tók þessa ákvörðun í samráði við lækna sem ráðlögðu honum að ná sér að fullu eftir meiðsli í hásin og hné. Woods hefur varla slegið golfhögg í tvo mánuði eða frá því hann hætti keppni á Players meistaramótinu eftir 9 holur á fyrsta keppnisdegi vegna meiðsla. Brendan Jones grætur ekki fjarveru Woods þar sem hann fær keppnisréttinn í hans stað. Bandaríski kylfingurinn hefur ákveðið að mæta ekki til leiks í keppni fyrr en hann hefur náð sér að fullu. Þetta er annað stórmótið á þessu ári sem Woods missir. Hann lék á Mastersmótinu sem er fyrsta stórmótið á hverju ári en hann var ekki með á opna bandaríska meistaramótinu sem Rory McIlroy frá Norður-Írlandi vann. Fjórða og síðasta stórmót ársins er PGA meistaramótið en það fer fram 11.-14. ágúst í Atlanta.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira