Guðmundur og Ólafur í 4. sæti á EM - Ísland mætir Noregi í dag Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 7. júlí 2011 09:45 Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék vel á EM í golfi og endaði í fjórða sæti í einstaklingskeppninni ásamt Ólafi B. Loftssyni. Mynd/GVA Íslenska karlalandsliðið í golfi mætir Norðmönnum í dag í fyrstu umferð í B-riðli á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Portúgal. Íslendingar enduðu í 10. sæti eftir höggleikinn sem fram fór fyrstu tvo keppnisdagana. Samtals lék íslenska liðið á 2 höggum undir pari en Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fór á kostum í gær þegar hann lék á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Guðmundur og Ólafur Björn Loftsson deildu fjórða sætinu í einstaklingskeppninni á samtals -6 höggum undir pari. Scott Fernandez frá Spáni lék best allra í höggleiknum eða -9 (66-69), landi hans Adrian Otaeque varð annar á -7 (67-70) og Thomas Pieters frá Belgíu lék einnig á -7 (70-67). Axel Bóasson úr GK lék einnig undir pari í gær eða á 71 höggi, -1. Ólafur Loftsson úr Nesklúbbnum lék á pari eða 72 höggum. Alfreð Brynjar Kristinsson (GKG), Arnar Snær Hákonarson (GR) og Guðjón Henning Hilmarsson (GKG) léku allir á +4 eða 76 höggum. Liðinum 20 var raðað í þrjá riðla eftir skori eftir höggleikskeppnina. Átta efstu þjóðirnar leika í A-riðli, 9-16 í B-riðli og 17-20 í C-riðli. Þær þjóðir sem enda í 13 efstu sætunum halda keppnisrétti sínum á Evrópumeistaramótinu.Lokastaðan eftir höggleikinn:A-riðill: 1. Spánn -24 2. Þýskaland -20 3. Frakkland -18 4. Finnland -12 5. Sviss -12 6. Írland -12 7. Skotland -12 8. Svíþjóð -12B-riðill 9. England -4 10. Ísland -2 11. Austurríki -1 12. Holland -1 13. Danmörk par 14. Ítalía +2 15. Noregur +7 16. Wales +10C-riðill 17. Portúgal +10 18. Belgía +17 19. Slóvakía +19 20. Rússland +61 Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í golfi mætir Norðmönnum í dag í fyrstu umferð í B-riðli á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Portúgal. Íslendingar enduðu í 10. sæti eftir höggleikinn sem fram fór fyrstu tvo keppnisdagana. Samtals lék íslenska liðið á 2 höggum undir pari en Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fór á kostum í gær þegar hann lék á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Guðmundur og Ólafur Björn Loftsson deildu fjórða sætinu í einstaklingskeppninni á samtals -6 höggum undir pari. Scott Fernandez frá Spáni lék best allra í höggleiknum eða -9 (66-69), landi hans Adrian Otaeque varð annar á -7 (67-70) og Thomas Pieters frá Belgíu lék einnig á -7 (70-67). Axel Bóasson úr GK lék einnig undir pari í gær eða á 71 höggi, -1. Ólafur Loftsson úr Nesklúbbnum lék á pari eða 72 höggum. Alfreð Brynjar Kristinsson (GKG), Arnar Snær Hákonarson (GR) og Guðjón Henning Hilmarsson (GKG) léku allir á +4 eða 76 höggum. Liðinum 20 var raðað í þrjá riðla eftir skori eftir höggleikskeppnina. Átta efstu þjóðirnar leika í A-riðli, 9-16 í B-riðli og 17-20 í C-riðli. Þær þjóðir sem enda í 13 efstu sætunum halda keppnisrétti sínum á Evrópumeistaramótinu.Lokastaðan eftir höggleikinn:A-riðill: 1. Spánn -24 2. Þýskaland -20 3. Frakkland -18 4. Finnland -12 5. Sviss -12 6. Írland -12 7. Skotland -12 8. Svíþjóð -12B-riðill 9. England -4 10. Ísland -2 11. Austurríki -1 12. Holland -1 13. Danmörk par 14. Ítalía +2 15. Noregur +7 16. Wales +10C-riðill 17. Portúgal +10 18. Belgía +17 19. Slóvakía +19 20. Rússland +61
Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira