Rory McIlroy græðir á tá og fingri Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. júní 2011 11:30 Norður-Írinn Rory McIlroy er "heitur“ á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. AFP Norður-Írinn Rory McIlroy er „heitur" á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Hinn 22 ára gamli kylfingur hefur dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn enda er líf hans á hvolfi eftir fyrsta sigurinn á stórmóti. Vinsældir McIlroy eru gríðarlega og stórfyrirtæki keppast um að fá hann til samstarfs og telja margir að hann verði tekjuhæsti íþróttamaður Breta á allra næstu árum. Nigel Currie, framkvæmdastjóri umboðsskrifstofunnar Brand Rapport, segir að McIlroy geti auðveldlega komist á þann stað þar sem Roger Federer, Michael Schumacher og Tiger Woods hafa verið. „Ef McIlroy heldur sínu striki og sýnir yfirburði á stórmótum áfram þá munu tekjur hans margfaldast," sagði Currie en hann telur að kylfingurinn geti náð 100 milljóna punda árslaunum á næstu árum – sem gerir um 18 milljarða kr. á ári. Hnefaleikarinn Lennox Lewis og fótboltamaðurinn David Beckham eru tekjuhæstu íþróttamenn Breta frá upphafi en Currie er sannfærður um að kylfingurinn frá Norður-Írlandi verði sá tekjuhæsti innan fárra ára. Talið er að McIlroy sé nú þegar með um 5 milljónir pund á ári í tekjur vegna auglýsingasamninga en það er rétt tæplega 1 milljarður kr. Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er „heitur" á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Hinn 22 ára gamli kylfingur hefur dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn enda er líf hans á hvolfi eftir fyrsta sigurinn á stórmóti. Vinsældir McIlroy eru gríðarlega og stórfyrirtæki keppast um að fá hann til samstarfs og telja margir að hann verði tekjuhæsti íþróttamaður Breta á allra næstu árum. Nigel Currie, framkvæmdastjóri umboðsskrifstofunnar Brand Rapport, segir að McIlroy geti auðveldlega komist á þann stað þar sem Roger Federer, Michael Schumacher og Tiger Woods hafa verið. „Ef McIlroy heldur sínu striki og sýnir yfirburði á stórmótum áfram þá munu tekjur hans margfaldast," sagði Currie en hann telur að kylfingurinn geti náð 100 milljóna punda árslaunum á næstu árum – sem gerir um 18 milljarða kr. á ári. Hnefaleikarinn Lennox Lewis og fótboltamaðurinn David Beckham eru tekjuhæstu íþróttamenn Breta frá upphafi en Currie er sannfærður um að kylfingurinn frá Norður-Írlandi verði sá tekjuhæsti innan fárra ára. Talið er að McIlroy sé nú þegar með um 5 milljónir pund á ári í tekjur vegna auglýsingasamninga en það er rétt tæplega 1 milljarður kr.
Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira