Íslenski boltinn

Þorlákur: Gott fyrir keppnina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, hefði viljað fá auðveldari andstæðing í 8-liða úrslitum Valitors-bikar kvenna en dregið var í hádeginu í dag.

Stórleikur umferðarinnar verður viðureign Stjörnunnar og Vals en þau eru bæði í toppbaráttu Pepsi-deildar kvennna, ásamt ÍBV sem hefur ekki enn fengið á sig mark á tímabilinu til þessa.

„Við vildum fá heimaleik,“ sagði Þorlákur við Vísi. „Kannski aðeins auðveldara heimaleik en það er gott að fá leik í Garðabænum.“

„Það er fínt fyrir keppnina að fá stóran leik strax í 8-liða úrslitunum og verður gaman að mæta Val. Við munum þó ekki hugsa strax um þennan leik því fyrst eigum við leik gegn ÍBV á morgun sem verður stórleikur. Við tökum á bikarnum þegar þar að kemur.“

„Við ætlum okkur langt í báðum keppnum og förum í hvern leik til að vinna. Það hefur ekkert breyst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×