Fótbolti

Udinese vill fá meira en átta milljarða fyrir Sanchez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Eigandi Udinese, Giampaolo Pozzo, segir í samtali við enska götublaðið The Sun að 44 milljónir punda, rúmlega átta milljarðar króna, sé síst of mikið fyrir sóknarmanninn Alexis Sanchez.

Pozzo segir að Sanchez, sem er frá Chile, sé besti leikmaður sinnar kynslóðar í heiminum. Sanchez hefur verið sterklega orðaður við Barcelona en Manchester United og Manchester City hafa einnig augastað á kappanum.

Sanchez hefur verið líkt við ungan Christiano Ronaldo og ætlar Udinese sér að fá væna upphæð fyrir kappann, verði hann seldur. „Eru 44 milljónir punda of mikið? Nei, mér finnst það ekki nóg.“

„Ég er ekki í vafa um að ef hann verður hjá okkur í eitt ár til viðbótar muni verðmiðinn hans hækka enn. Hann er besti leikmaður sinnar kynslóðar og er jafn góður og Christiano Ronaldo þegar hann var 22 ára. Við vitum þegar við erum með demant í höndunum - og hann er einn þeirra.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×