Flytur út tónlist 27. júní 2011 11:48 Apparat Organ Quartet gerði samning fyrir umboðsskrifstofuna Mynd: Projekta Ný umboðsskrifstofa hefur verið sett á laggirnar sem sérhæfir sig í ráðgjöf og útflutningi tónlistar. Fyrirtækið, sem hefur hlotið nafnið PROJEKTA, er starfrækt af John Rogers, stofnanda Brainlove plötuútgáfunnar, Vasilis Panagiotopoulos, umboðsmanni og kynningarfulltrúa, og Hildi Maral Hamíðsdóttur, viðburðastjórnanda og kynningarfulltrúa, en þau hafa öll starfað lengi innan tónlistargeirans á ólíkum sviðum. PROJEKTA gerir út frá London, Brussel og Reykjavík og fer listinn yfir hljómsveitir á mála hjá fyrirtækinu ört stækkandi, samkvæmt tilkynningu. Nú síðast var það hin goðsagnakennda sveit Apparat Organ Quartet sem bættist við listann en hljómsveitin gerði nýlega samning við danska plötufyrirtækið Crunchy Frog um útgáfu plötunnar Pólýfóníu á erlendri grundu. Pólýfónía kom út á Íslandi á vegum 12 Tóna síðla ársins 2010 og hlaut feikigóða dóma, en hún mun prýða stræti Evrópu frá og með september þegar hún kemur út hjá Crunchy Frog. Í kjölfarið stefnir hljómsveitin á tónleikahald í Evrópu til að fylgja útgáfunni eftir. Aðrar hljómsveitir á mála hjá PROJEKTA eru gríska sveitin FILM, hin íslenska Rökkurró og breska sveitin Napoleon IIIrd sem er nýbúin að gefa út aðra plötu sína við góðar undirtektir. Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ný umboðsskrifstofa hefur verið sett á laggirnar sem sérhæfir sig í ráðgjöf og útflutningi tónlistar. Fyrirtækið, sem hefur hlotið nafnið PROJEKTA, er starfrækt af John Rogers, stofnanda Brainlove plötuútgáfunnar, Vasilis Panagiotopoulos, umboðsmanni og kynningarfulltrúa, og Hildi Maral Hamíðsdóttur, viðburðastjórnanda og kynningarfulltrúa, en þau hafa öll starfað lengi innan tónlistargeirans á ólíkum sviðum. PROJEKTA gerir út frá London, Brussel og Reykjavík og fer listinn yfir hljómsveitir á mála hjá fyrirtækinu ört stækkandi, samkvæmt tilkynningu. Nú síðast var það hin goðsagnakennda sveit Apparat Organ Quartet sem bættist við listann en hljómsveitin gerði nýlega samning við danska plötufyrirtækið Crunchy Frog um útgáfu plötunnar Pólýfóníu á erlendri grundu. Pólýfónía kom út á Íslandi á vegum 12 Tóna síðla ársins 2010 og hlaut feikigóða dóma, en hún mun prýða stræti Evrópu frá og með september þegar hún kemur út hjá Crunchy Frog. Í kjölfarið stefnir hljómsveitin á tónleikahald í Evrópu til að fylgja útgáfunni eftir. Aðrar hljómsveitir á mála hjá PROJEKTA eru gríska sveitin FILM, hin íslenska Rökkurró og breska sveitin Napoleon IIIrd sem er nýbúin að gefa út aðra plötu sína við góðar undirtektir.
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira