Pétur Ben undirbýr aðra sólóplötu Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. júní 2011 11:36 Pétur Ben tónlistarmaður undirbýr nú útgáfu annarrar sólóplötu sinnar. Fimm ár eru liðin frá því að frumraun hans Wine for my Weakness kom út. Í viðtali í útvarpsþættinum Vasadiskó á X-inu 977 talar Pétur um væntanlega plötu eins og lifandi veru. Hann talar um að á sínum tíma hafi hann reynt að stýra lagasmíðum í léttari áttir en að "platan hafi ekki leyft honum það". Hann lýsir nýju lögunum sem tilraunakenndari og jafnvel dekkri en á síðustu plötu. "Meira dróní," sagði hann og vísar þar til að einhver laganna fljóta áfram í svipuðum tón. Með honum á plötunni verða Sigtryggur Baldursson trommuleikari, Þorbjörn Sigurðsson hljómborðsleikari Ensíma og Dr. Spock og Haraldur Þorsteinsson á bassa. Ekki er komin útgáfudagur á nýju plötuna en aðdáendur Péturs geta verið vongóðir um að hún verði kláruð í tæka tíð fyrir veturinn. Nóg er þó að gera hjá Pétri um þessar mundir en hann gaf nýverið út sameiginlega breiðskífu með Eberg sem er öllu poppaðri en hans eigið efni. Sú plata heitir Numbers Game og ætla þeir félagar að standa fyrir útgáfutónleikum í byrjun júlí. Bæði í Reykjavík og á Græna hattinum á Akureyri. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Pétur Ben tónlistarmaður undirbýr nú útgáfu annarrar sólóplötu sinnar. Fimm ár eru liðin frá því að frumraun hans Wine for my Weakness kom út. Í viðtali í útvarpsþættinum Vasadiskó á X-inu 977 talar Pétur um væntanlega plötu eins og lifandi veru. Hann talar um að á sínum tíma hafi hann reynt að stýra lagasmíðum í léttari áttir en að "platan hafi ekki leyft honum það". Hann lýsir nýju lögunum sem tilraunakenndari og jafnvel dekkri en á síðustu plötu. "Meira dróní," sagði hann og vísar þar til að einhver laganna fljóta áfram í svipuðum tón. Með honum á plötunni verða Sigtryggur Baldursson trommuleikari, Þorbjörn Sigurðsson hljómborðsleikari Ensíma og Dr. Spock og Haraldur Þorsteinsson á bassa. Ekki er komin útgáfudagur á nýju plötuna en aðdáendur Péturs geta verið vongóðir um að hún verði kláruð í tæka tíð fyrir veturinn. Nóg er þó að gera hjá Pétri um þessar mundir en hann gaf nýverið út sameiginlega breiðskífu með Eberg sem er öllu poppaðri en hans eigið efni. Sú plata heitir Numbers Game og ætla þeir félagar að standa fyrir útgáfutónleikum í byrjun júlí. Bæði í Reykjavík og á Græna hattinum á Akureyri. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira